fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Kári Stefánsson: „Virðist þetta benda til að fólkið í landinu sé dálítið vitlaust“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 11:00

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar skrifar gagnrýninn áramótapistil í Stundina í gær þar sem hann segir að stjórnmálamönnum sé „andskotans“ sama um hvað fólk vilji í raun.

Kári fór fyrir undirskriftasöfnun árið 2016 þar sem 85 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Alþingis um að auka hlutfall framlagsins til heilbrigðisþjónustunnar upp í 11 prósent af vergri landsframleiðslu. Var hlutfallið þá um 8.7 prósent, en er nú aðeins 8.3 prósent:

„Þetta þykir mér benda til tvenns. Annars vegar virðist mér sem alþingismönnum og stjórnmálamönnum á Íslandi sé andskotans sama hvað fólkið í landinu vill. Hins vegar virðist þetta benda til að fólkið í landinu sé dálítið vitlaust að kjósa þetta fólk aftur og aftur,”

segir Kári.

Nefnir hann einnig það sem honum þótti standa upp úr á árinu:

„Það sem stendur upp úr þegar ég hugsa til baka er að það hefur komið mér mikið á óvart hvað pólitíkinni á Íslandi, alþingismönnum og ráðherrum í þeirra umboði, veitist auðvelt að hunsa vilja þjóðarinnar.“

Unglingar líka vitlausir

Kári nefnir einnig neikvæðar niðurstöður PISA lestrarkönnunarinnar sem hann ræddi í Silfrinu á dögunum:

„Ég setti fram þá kenningu í þættinum að sá möguleiki væri fyrir hendi að þetta stafaði af því að íslenskir unglingar væru vitlausari en jafnaldrar þeirra í löndunum í kringum okkur. Mér finnst, þegar horft er til þess að við erum alltaf að kjósa yfir okkur aftur sömu vitleysingana sem hunsa vilja þjóðarinnar, að það bendi til þess að það séu ekki bara fimmtán ára unglingarnir á Íslandi sem séu dálítið vitlausir heldur við fullorðna fólkið líka. Það passar mjög vel inn í hugmyndir mínar um erfðir eiginleika. Ástæður þess að unga fólkið á Íslandi eigi í erfiðleikum með að skilja það sem þau lesa séu því þær að þau eigi svona vitlausa foreldra.“

Kári segist ekki hafa röksemdir til að styðja þessa kenningu sína, en…:

„…ef að bornir eru saman tveir hópar af fólki án tillits til búsetu, og öðrum þeirra gengur verr að lesa sér til skilnings, er þá ekki fyrsta hugsunin sem lýstur niður í kollinn á þér sú að sá hópur sé verr gefinn en hinn? Það er vissulega einn möguleikinn en hann bara skiptir í sjálfu sér engu máli. Allt sem þetta segir okkur er í raun bara að við þurfum að hlúa betur að okkar skólakerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“