Stjórn Landverndar hefur sent inn umsagnir um drög að frumvörpum umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun. Stjórnin er hliðholl báðum frumvörpum og telur að þau geti styrkt stöðu náttúruverndar í landinu og aukið velsæld víða um land. Þetta kemur fram í tilkynningu.
En stjórnin gerir einnig veigamikla fyrirvara við fyrirliggjandi drög og sem hún vonar að verðir teknir til greina áður en málið verður lagt fyrir Alþingi. Í megin atriðum eru þessi fyrir varar eftirfarandi:
Stjórn Landverndar telur að markmið þjóðgarðs eiga alltaf fyrst og fremst að vera verndun landslags, víðerna, náttúru- og menningarminja og endurheimt raskaðra vistkerfa. En einnig nýting þessa verðmæta náttúruarfs með sjálfbærum hætti.
Sjálfbærni ber skilyrðislaust að hafa að leiðarljósi við hefðbundna nýtingu, eins og veiðar og sauðfjárbeit, innan þjóðarðs á miðhálendinu. Þá vill stjórn Landverndar minna á að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélaga af friðlýstum svæðum sé verulegur og þau sveitarfélög sem í dag njóta góðs af starfsemi þjóðgarða eru almennt mjög ánægð með samstarfið og því sem það hefur skilað nálægðum byggðum.