fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Seðlabankinn segir Má bera ábyrgð – Útilokar ekki bætur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 17:00

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er braut Seðlabanki Íslands jafnréttislög á dögunum, í þriðja skipti síðan 2012, þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson í starf upplýsingafulltrúa umfram Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, sem þó var mun hæfari, bæði að reynslu og menntun.

Var þetta úrskurður kærunefndar jafnréttismála, sem tók kæru Gunnhildar fyrir og komst að því að nægar líkur hafi verið leiddar að því að Gunnhildi hefði verið mismunað á grundvelli kyns.

Ekki tekið ákvörðun

Eyjan sendi fyrirspurn til Seðlabankans þar sem spurt var meðal annars að því hvort bankinn hefði að fyrra bragði haft samband við Gunnhildi um greiðslu bóta, en Gunnhildur sagði í fyrra dag að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætlaði sér að fara fram á bætur, heldur skipti mestu að bankinn færi að lögum og ynni faglega að málum.

Í svari Seðlabankans segir:

„Bankinn hefur haft samband við Gunnhildi Örnu vegna þessa máls og mun ræða við hana. Önnur ákvörðun hefur ekki verið tekin hvað það varðar.“

Gunnhildur staðfesti við Eyjuna að bankinn hefði haft samband, en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um samskiptin, heldur vísaði til fyrri orða um að hún hefði ekki enn tekið ákvörðun í málinu:

„Ég legg áherslu á mikilvægi þess að bankinn skapi sér faglega umgjörð og fari að lögum. Hef velt stöðunni fyrir mér en ekki tekið ákvörðun um framhaldið.“

Már ber ábyrgð

Eyjan spurði einnig hver hefði tekið ákvörðunina um að ráða Stefán Rafn og taka hann þar með fram yfir hæfari umsækjanda:

„Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum,“

segir í svarinu, en Stefán var ráðinn í tíð Más Guðmundssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra.

Í fyrstu útgáfu fréttinnar var hinsvegar mynd af Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra með fréttinni og er beðist velvirðingar á mistökunum.

Verkferlar styrktir

Þá spurði Eyjan einnig hvort það væri stefna bankans að meta ekki menntun og reynslu til jafns við frammistöðu í viðtölum, eða hvort það hafi verið tilfallandi í þessu máli:

„Það er stefna bankans að allar ákvarðanir, þar með taldar ákvarðanir um starfsmannaráðningar, séu faglegar og í samræmi við þau lög sem um slíkt gilda. Verkferlar í þessum efnum hafa verið styrktir í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála.“

Þá kom einnig fram í svörum Seðlabankans að hann hygðist standa við ráðninguna á Stefáni Rafni, engin áform væru uppi um breytingar hvað það varðaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið