fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Vigdís Hauks hneyksluð á nýjum breytingum – „Hvað er um að vera? Þetta hlýtur að vera aprílgabb“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti á fundi sínum í gær að breyta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi þannig að almennur opnunartími verði frá kl. 07:30 til 16:30.

Með þessum breytingum styttist opnunartími leikskólanna um hálfa klukkustund en undanfarin ár hefur þeim verið lokað kl. 17.00.  Jafnframt er tiltekið í breyttum reglum um leikskólaþjónustu að börn geti dvalið í leikskólanum í níu klukkustundir að hámarki á dag, líkt og greint er frá á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Forsendubrestur

Vigdís Hauksdótttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er ekki par sátt við þessar breytingar og skrifar á Facebook:

„Hvað er um að vera? Þetta hlýtur að vera aprílgabb – ef ekki þá fullkominn forsendubrestur
Enn er þrengt að fjölskyldunum í Reykjavík. Ekki bæta heimatilbúnar umferðateppur þessa ákvörðun.“

Hún bætir við annarri færslu síðar í dag og segir:

„Ég hef heimildir fyrir því að þeir foreldrar sem þurfa þessa þjónustu og nýta hana hafi verið teknir einslega á „fund“ og spurt hvort þeir þyrftu þessa þjónustu nokkuð. Hér er ráðist að þeim sem síst skyldi s.s. einstæðum foreldrum – það er ekkert að marka þetta fólk sem stjórnar borginni sem segja á hátíðarstundu að standa með þeim sem verst eru staddir.“

Þá minnir hún á að VG hafi lofað ókeypis leikskóla bæði 2014 og 2018:

„Gjörsamlega marklaust fólk sem eyðir útsvarinu okkar í gæluverkefni.“

Ekki framför

Í athugasemdum við færslu hennar er spurt hvernig þetta gagnist foreldrum sem eru með lengri vinnudag, það séu ekki allir að vinna frá 8-16. Þá er spurt hvers einstæðar mæður eigi að gjalda, og einnig að byrjað sé á öfugum enda, fyrst þurfi að fækka vinnustundum á almennum vinnumarkaði áður en hægt sé að stytta gæslutíma leikskóla.

Í sama streng tekur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata:

„Nei. Þetta er ekki framför,“ segir hann bætir við

„Stytting á þjónustutíma og minni sveigjanleiki fyrir börn og foreldra er ekki framför. Ég sagði ekkert um að langur vinnudagur væri góður fyrir börn. Ég er að tala um sveigjanleika í þjónustu þannig að þó barn sé ekki eins lengi í leikskóla þá séu ekki allir í hálf átta til hálf fimm boxi. Hvernig á að púsla því saman við grunnskóla sem byrjar 8:30 hjá systkini?“

Betra fyrir börnin

Fyrirhuguð breyting byggir á tillögu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs en í honum sitja m.a. kjörnir fulltrúar og fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara. Stýrihópurinn hefur það hlutverk að skoða leiðir til að auka fagmennsku, minnka álag á börn og starfsfólk og tryggja gæði starfsins með þarfir barnanna í huga.

Á undanförnum árum hefur dvalartími barna stöðugt lengst samhliða fækkun á fagfólki, sem ekki síst má rekja til minni aðsóknar í leikskólakennaranám undanfarinn áratug.  Stýrihópurinn telur að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starf og mönnun leikskólans verði einfaldari.

Gefinn verður aðlögunartími að breytingunum sem munu taka gildi 1. apríl 2020.  Foreldrum og forsjáraðilum með gildandi dvalarsamninga til kl. 16:45 eða 17:00 er heimilt að sækja um lengri aðlögunarfrest eða til 1. ágúst 2020 vegna sérstakra aðstæðna.

Gert er ráð fyrir að þessi breyting á opnunartíma leikskólanna taki gildi eftir samþykkt borgarráðs.

Sjá áfangaskýrslu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík sem kynnt var í skóla- og frístundaráði í gær. Í henni kemur m.a. fram að rúmlegur helmingur þeirra foreldra sem kaupa vistunartíma frá 16.30 – 17.00 nýta hann í raun ekki.

Þá má geta þess að önnur stór sveitarfélög hafa þegar breytt opnunartíma leikskóla á þennan veg, t.d. Akureyri, Reykjanesbær og Kópavogur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“