fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

„Geturðu haldið kjafti maður?“ – Biden og Trump lenti saman í kappræðum næturinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 04:15

Trump og Biden á sviðinu í fyrri kappræðum þeirra. Mynd: EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafði verið beðið eftir kappræðum Donald Trump og Joe Biden, sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma, með mikilli eftirvæntingu en þetta voru fyrstu kappræður þeirra. Óhætt er að segja að hiti hafi verið í umræðunum allt frá fyrstu mínútu. Orð eins og „trúður“, „rasisti“ og „haltu kjafti“ voru notuð og Trump vildi ekki taka afstöðu gegn öfgahægrimönnum þegar á hann var gengið.

Tilnefning nýs hæstaréttardómara var að sjálfsögðu rædd og var Trump kokhraustur:

„Við unnum kosningarnar. Kosningar hafa afleiðingar. Við stjórnum Hvíta húsinu og öldungadeildinni og erum með frábæran kandídat,“

sagði hann um Amy Coney Barrett sem hann hefur tilnefnt í embættið sem losnaði þegar hin frjálslynda Ruth Bader Ginsburg lést þann 18. september. Barrett er mjög íhaldssöm og ef hún verður skipuð í embættið verða sex íhaldssamir dómarar í réttinum og þrír frjálslyndir.

„Forsetinn vill gera afturkalla umbætur Obama á sjúkratryggingakerfinu. Það mun svipta 20 milljónir manna sjúkratryggingu. Ég hef ekkert á móti Barrett en réttindi kvenna hafa breyst,“

sagði Biden.

Ringulreið

Búið var að setja ramma fyrir kappræðurnar áður en þær hófust og umræðuefnin höfðu verið ákveðin. Frambjóðendurnir áttu að ræða um eigin pólitísku stefnu og starf, heimsfaraldur kórónuveirunnar, ofbeldi og óeirðir og kosningakerfið. En það voru heilbrigðismál sem fyrst kveiktu elda í umræðunni.

„200.000 manns hafa látist undir stjórn Trump. Hvað þýðir það fyrir það ef sjúkratryggingaumbætur Obama verða afnumdar?“

spurði Biden án þess að vilja fá svar.

„Ef þú værir hér væru tvær milljónir látnar,“

svaraði Trump sem leyfði Chris Wallace, sem stýrði umræðunum, ekki að komast að og ljúka máli sínu.

„Þið talið báðir í einu,“ sagði Wallace margoft við Biden og Trump.

„Would you shut up, man“

Margir höfðu velt því fyrir sér fyrir kappræðurnar hvort Trump tækist að reita Biden til reiði og setja hann úr jafnvægi. Svarið fengu þeir kannski eftir 20 mínútur.

„Would you shut up, man“ (geturðu haldið kjafti, maður), sagði Biden þá við Trump þegar Trump spurði hann spurningar.

Vitað er að það var ætlun Trump og aðstoðarmanna hans að reita Biden til reiði svo hann myndi missa stjórn á sér en að mati flestra fréttaskýrenda tókst Biden nokkuð vel að halda ró sinni í nánast stjórnlausum kappræðum.

Donald Trump var í ham á sviðinu í nótt. Mynd:EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS

Frambjóðendurnir deildu hart þegar kom að heimsfaraldri kórónuveirunnar og höfðu ólíka sýn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við honum.

„Forsetinn er ekki með neina áætlun. Hann vissi í febrúar hversu alvarlegt þetta var. Hann vissi það. Hvað gerði hann? Hann sagði að fólk ætti ekki að örvænta. Það örvænti ekki. Hann örvænti,“

sagði Biden og Trump svaraði:

„Ef við hefðum hlustað á þig hefðu margar milljónir látist. Þú veist ekki hversu margir eru dánir í Kína, Rússlandi og á Indlandi. Ríkisstjórar segja að ég standi mig frábærlega. Það eru bara nokkrar vikur í að bóluefni verði tilbúið og færri deyja nú af völdum veirunnar. Við höfum staðið okkur vel,“

svaraði Trump. Wallace spurði hann þá:

„Þínir eigin sérfræðingar segja að bóluefni verði varla tilbúið fyrir flesta fyrr en næsta sumar. Hafa þeir rangt fyrir sér?“

Þessu svaraði Trump: „Ég hef rætt við vísindamenn sem verða tilbúnir með bóluefni innan skamms.“

Joe Biden var einbeittur. Mynd: EPA-EFE/Morry Gash / POOL

Efnahagsmálin voru mikilvæg í umræðunni og Trump sagði margoft, ranglega, að hann hefði byggt upp stærsta hagkerfi heims.

Wallace beindi umræðunum einnig að skattamálum og spurði Trump:

„Þú greiddir 750 dollara í tekjuskatt 2016 og 2017. Er það rétt?“

„Ég hef greitt milljónir dollara í skatt, milljónir dollara í tekjuskatt,“

svaraði Trump og um leið bætti Biden við: „Sýndu okkur skattframtalið þitt.“

Kynþáttamálin

Mikið hefur verið um óeirðir og ofbeldi í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og hafa þau að miklu leyti snúist um rasisma.

„Þessi forseti hefur reynt að auka á mismunun kynþáttanna. Þessi maður hefur varla gert neitt fyrir svarta Bandaríkjamenn. Hann hefur verið hörmung fyrir þá,“

sagði Biden og Trump svaraði að bragði:

„Þú hefur komið illa fram við svarta Bandaríkjamenn, þú hefur kallað þá rándýr og enn verri nöfnum. Við trúum á lög og reglu en það gerir þú ekki. Mörgum af borgunum okkar er stýrt af öfgavinstrimönnum og þeir vefja þér um litla fingur sér Joe.“

Þegar Trump var spurður hvort hann gæti tekið skýra afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum og yfirlýstum rasistum vék hann sér undan því og beindi umræðunni að vinstri mönnum og sagði að nær öll sú öfgahyggja sem hann sér komi frá vinstri vængnum.

Kosningasvik

Kosningakerfið og hugsanleg kosningasvik voru rædd en Trump hefur lengi haldið því fram að það bjóð hættunni heim að kjósendur geti kosið bréfleiðis og segir það ávísun á kosningasvindl sem muni gagnast Demókrötum. Hann hefur hins vegar ekki lagt fram neinar sannanir fyrir þessu. Þetta var rætt í nótt.

Biden sagði ekkert benda til að kosning bréfleiðis sé ávísun á kosningasvindl. Það verði að tryggja að kjörstaðir verði opnir nógu lengi svo fólk geti kosið. Hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað og kjósa ef það getur.

Trump ítrekaði enn einu sinni að kosningar bréfleiðis bjóði heim hættu á kosningasvindli og það sé hneyksli að úrslitin liggi kannski ekki fyrir fyrr en eftir marga mánuði.

Þegar þeir voru spurðir hvort þeir myndu sætta sig við úrslit kosninganna voru svörin ólík. Trump sagðist hvetja stuðningsmenn sína til að fylgjast vel með í kjörklefunum.

„Ég vona að kosningarnar fari vel fram. En ef ég sé tugi þúsunda falsaðra kjörseðla mun ég ekki samþykkja úrslitin,“

sagði hann.

„Ég mun sætta mig við úrslitin. Það mun hann einnig gera því þegar búið verður að telja öll atkvæðin þá eru þessu lokið. Ef ég sigra, þá verð ég forseti bæði Demókrata og Repúblikana,“

svaraði Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”