Flokkurinn hefur yfirleitt mælst með 12 til 13% fylgi á kjörtímabilinu en mælist nú með 9,7%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23% og er óbreytt frá síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 7,9% og er fylgi hans því meira en fylgi Miðflokksins sem mælist 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan snemma á síðasta ári sem Framsóknarflokkurinn mælist með meira fylgi en Miðflokkurinn. Í byrjun síðasta árs tapaði Miðflokkurinn fylgi í kjölfar Klausturmálsins.
Fylgi Samfylkingarinnar eykst og mælist nú 17,2%. Fylgi Pírata mælist tæplega 14% sem er óbreytt frá síðustu könnun. Viðreisn mælist með 10% eins og allt þetta ár. Flokkur fólksins mælist með tæplega 5% fylgi sem er svipað og í síðustu könnunum. Fylgi Sósíalista mælist 3,9%.
2.500 mann voru í úrtakinu og svöruðu 1.281 eða 51%. Svörin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Nánar er hægt að lesa um niðurstöðurnar í Fréttablaðinu.