fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Fréttaskýring: Trump og skattarnir – Er Teflonið að flagna af?

Heimir Hannesson
Mánudaginn 28. september 2020 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York Times birti í gær útdrætti úr skattaskýrslum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Donald hefur í áraraðir barist gegn því að gögnin séu birt. Saksóknarar víða að hafa krafist aðgangs að þeim en hingað til gripið í tómt. Lögmönnum forsetans hefur tekist að jarða farið með endalausum áfrýjunum, frávísunarkröfum og réttarfarslegum útúrsnúningum. Efnisleg afstaða í þeim málum liggur því ekki enn fyrir, mörgum árum eftir að kröfurnar voru fyrst settar fram af hálfu saksóknara.

Birting New York Times á gögnunum var í gærkvöldi og í morgun lýst sem „sprengjubroti“ í forsetatíð Trumps og ljóst að birtingin muni hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna. NY Times hefur enn ekki birt nema brot af upplýsingunum, en í fyrstu frétt sinni um málið í gær sagðist það ætla að birta þær yfir næstu vikur. Aðeins 5 vikur eru í kosningarnar.

Einkennasköpun Trumps

Frá því að Trump birtist spenntum áhorfendum á þrepum gullhúðaðs rúllustiga í Trump turninum í New York og tilkynnti framboð sitt hefur hann selt bandarískum kjósendum sjálfan sig sem vörumerki. Einkenni þess vörumerkis er velgengni og með því að kjósa Trump er kjósandanum boðið aðgengi að þessari sömu velgengni. Happasæli athafnamaðurinn er þannig lagður að jöfnu við happasæla forsetatíð framundan.

Vörumerkið var ekki nýtt af nálinni. Trump var búinn að leggja mikið í uppbyggingu þess. Frá framkomu hans í sjónvarpsþáttunum The Apprentice og að réttindasölu Trump nafnsins um allan heim.

Birting New York Times á upplýsingum úr skattframtali forsetans reif þessa ímynd niður. Samkvæmt frétt New York Times hefur milljarðamæringurinn tapað meiri peningum en hann hefur aflað á síðustu árum og áratugum. Velgengnin var tálsýn. Tilbúin ytri ímynd.

Þrír lykilpunktar úr umfjöllun Times standa upp úr:

  • Trump er ekki góður í viðskiptum.
  • Trump hefur mun betur til að forðast greiðslu skatta en í viðskiptum.
  • Hagsmunaárekstrar Trumps, bæði beinir og óbeinir, eru fjölmargir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið