fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. september 2020 20:56

Mynd fengin af Facebooksíðu Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsþing Viðreisnar fór fram í kvöld með aðstoð tækninnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður og Daði Már Kristófersson var kosinn sem varaformaður. Daði hlaut sannfærandi kjör með 198 atkvæðum, en 8 atkvæði fóru til mótherja hans, Ágústs Smára Bjarkasonar.

Á landsþingi var einnig samþykkt stjórnmálaályktun Viðreisnar. En þar ítrekar flokkurinn mikilvægi þess að bæta lífskjör og tækifæri landsmanna í dag.  Er þar tekið fram að afstaða Viðreisnar sé sú að ríkisstjórnin hafi brugðist landsmönnum í baráttunni við COVID-19 faraldurinn með stefnuleysi

Þorgerður Katrín sagði í setningarræðu sinni að Viðreisn hafi boðið ríkisstjórninni upp á samvinnu á þessum erfiðu tímum og verið tilbúin til að styðja meirihlutann í mikilvægum verkefnum vegna faraldursins. Ríkisstjórnin hafi kosið að fara aðra leið.

Hins vegar sé það ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé ríkisstjórn stöðnunar.

„Reist á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum. Veikleiki hennar verður augljós þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp, því stjórn kyrrstöðunnar er ekki best til þess fallin að bregðast hratt og örugglega við. Hvað þá að taka djarfar ákvarðanir, taka stór skref.“

Hér er stjórnmálaályktunin í heild sinni: 

Tökum stór skref strax!

Viðreisn vill efla frelsi og jafnrétti, vinna að því að bæta lífskjör allra á Íslandi og berjast gegn forsjárhyggju með frjálslyndi. Nú eru viðsjárverðir tímar þar sem einangrunarhyggja og lýðskrum sækja í sig veðrið víða um heim. Ofan á bætist loftslagsvá, heimsfaraldur og efnahagsþrengingar sem hafa áhrif á líf okkar allra.

Nauðsynlegt er að takast á við COVID-19 pláguna af ábyrgð og festu. Hér hefur ríkisstjórnin brugðist og ekki megnað að leggja fram skýra stefnu. Gætum að velferð heimila og heilbrigði fólks, líkamlegu og andlegu, samhliða aðgerðum í efnahags- og atvinnumálum:

·        Ráðumst án tafar í arðbærar fjárfestingar og verkefni á vegum ríkisins um land allt, samhliða undirbúningi fyrir frekari fjárfestingar á næstu misserum til að hamla gegn samdrætti, dragist kreppan á langinn. Byggjum þegar í stað upp hleðslustöðvar um land allt svo að Ísland verði fremst í flokki í vistvænum samgöngum. Útrýmum einbreiðum brúm strax á næsta ári. Setjum stóraukinn kraft í rafrænt Ísland og einföldum samskipti almennings við kerfið og innan kerfisins.

·        Förum í markvissar tímabundnar aðgerðir til stuðnings þeim greinum sem hafa orðið verst úti, s.s. ferðaþjónustu, veitingarekstri og menningar- og listastarfsemi. Í vetur fái landsmenn 15 þúsund króna ferða- og menningargjöf sem gildi til 1. maí árið 2021.

·        Beitum skattkerfinu til þess að hvetja fyrirtæki til að flýta arðbærum fjárfestingum og verkefnum, ráða til sín fólk, styrkja rannsóknir og fjárfesta í menntun, þróun og nýsköpun. Veitum skattaafslátt til þeirra sem vilja fjárfesta í atvinnurekstri. Þannig sköpum við fjölbreyttara og öflugra atvinnulíf til framtíðar.

Loftslagsváin kallar á nýjar lausnir, afdráttarlausar aðgerðir og stór skref. Ríkisstjórnin tekur þessi mál hvergi nærri nógu föstum tökum. Við þurfum að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, t.d. með metnaðarfyllri aðgerðaáætlun og grænum hvötum.

Vægi atkvæða allra landsmanna á að vera jafnt. Sterkt sveitarstjórnarstig eflir landsbyggðina. Styrkja þarf aðkomu sveitarstjórna að ákvörðunum um uppbyggingu atvinnulífs og innviða.

Í sjávarútvegi á að taka upp tímabundna nýtingarsamninga og verð á veiðiheimildum á markaði. Aðeins þannig er tryggt að þjóðin öll njóti ábata og hagræðingar sem kvótakerfið hefur skapað. Þessi grundvallaratriði skal festa í stjórnarskrá. Viðreisn hafnar tillögum forsætisráðherra um stjórnarskrárákvæði sem festir núverandi ástand í sessi.

Leysum landbúnað úr viðjum kerfisins og snúum vörn í sókn með markaðslausnum, grænum áherslum og frelsi bænda til að ráða eigin búskaparháttum. Það er óásættanlegt að íslenskir neytendur borga hærra verð fyrir landbúnaðar­vörur en í nágrannalöndum á sama tíma og flestir bændur bera lítið úr býtum og tryggir ekki matvælaöryggi til lengri tíma.

Íslendingar þurfa nothæfan gjaldmiðil fyrir alla, ekki bara suma. Upptaka evru með fullri aðild að Evrópusambandinu ver almenning og fyrirtæki fyrir skammtímasveiflum í hagkerfinu og lækkar vexti til lengri tíma litið.

Full aðild að Evrópusambandinu færir Íslendingum sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar um framtíð Evrópu. Þar með gefst tækifæri til þess að taka beinan þátt í mótun brýnna sameiginlegra verkefna er varða hagsmuni okkar allra.

Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform heilbrigðis- og menntastofnana. Fjölbreytni er lykill að betri árangri, nýsköpun og bættri þjónustu enda sé gegnsæi og jafnræði tryggt.

Hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd. Ríkisborgurum utan EES verði auðveldað að flytjast til Íslands til að starfa hér.

Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi til að takast á við stóru málin og grípa dýrmæt tækifæri. Viðreisn þorir að taka stór skref strax!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Atli Hrafn farinn frá HK
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“