fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Adolf sakar verkalýðshreyfinguna um veruleikafirringu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. september 2020 09:56

Adolf Ingi Erlingsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður og fyrrverandi íþróttafréttamaður, spyr í hvaða hliðræna veruleika verkalýðsforsystan lifi. Forstumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki ljáð máls á því að fresta launahækkunum lífskjarasamningsins þrátt fyrir COVID-kreppuna. Adolf vill að launþegar fái tækifæri til að segja hug sinn um það hvort þeir vilji fresta launahækkunum til að auka líkurnar á því að þeir haldi vinnunni.

Þetta kemur fram í grein sem Adolf birti í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann:

„Ég var ekki spurður að því í vor hvort ég vildi fresta launahækkunum til að létta fyrirtækinu sem ég vann hjá róðurinn. Mér fannst út í hött að fá launahækkun um leið og fyrirtækinu blæddi út og var nánast tekjulaust. Nær hefði verið að semja um tímabundna launalækkun til að auka líkurnar á því að fyrirtækið héldi lífi og ég héldi vinnunni. Vissulega er sárt að gefa eitthvað eftir sem barist hefur verið fyrir, en menn verða að gera sér grein fyrir því að ef mjólkurkýrin er svelt til dauða fást ekki mikil nyt úr henni.“

Adolf spyr í umborði hverra forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þvertaki fyrir að ljá máls á því að fresta launahækkunum. Vissulega hafi lífskjarasamningurinn verið samþykktur í atkvæðagreiðslu en það hafi verið við allt aðrar aðstæður en nú séu uppi í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið