fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 09:30

Sigurður Hannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðnþing Samtaka Iðnaðarins fór fram í gær. Á þinginu töluðu bæði framkvæmdarstjóri og formaður SI um óveðursský yfir þjóðinni. Fjallað var um þingið í Morgunblaði dagsins.

„Óveðurs­ský­in voru vissu­lega far­in að hrann­ast upp í lok síðasta árs,“ sagði Árni Sig­ur­jóns­son, formaður SI, í setningarræðu Iðnþingsins í gær. „Hag­kerfið var farið að kólna, óvíst var um frek­ari vöxt og hvaðan hann ætti að koma. Heims­far­ald­ur­inn hef­ur svo al­gjör­lega breytt for­send­um á alla kanta,“ sagði Árni en hann taldi að þjóðin mætti ekki missa neinn tíma. Næstu 12 til 18 mánuði verði ákvarðanir og aðgerðir þýðingarmiklar og á slíkum krossgötum verði að hugsa stórt.

Árni lagði meðal annars til að auka fjár­fram­lög í Tækniþró­un­ar­sjóð og að end­ur­greiðslu­hlut­fall vegna kostnaðar við gerð er­lendra kvik­mynda á Íslandi verði hækkað. Einnig sagði hann að það væri mikilvægt að byrja að byggja nýjan Tækni­skóla og að hægt væri að flýta upp­bygg­ingu á innviðum með því að opna fyr­ir þátttöku einkafjárfesta.

Árni sagði að álögur á atvinnulífið væru komnar langt úr hófi og einboðið væri að lækka skattheimtu til þess að styðja aukna verðmætasköpun. „Fjölg­un starfa er for­gangs­atriði og hvat­ar sem þess­ir munu skila ár­angri sam­stund­is,“ sagði Árni. Þá sagði hann það vera ljóst að kaup­mátt­ur launa­tekna muni rýrna í þess­ari kreppu.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri SI, lauk þing­inu með svipuðum orðum og Árni opnaði það með. Sigurður talaði einnig um óveðursský en hann sagði þau enn vofa yfir þjóðinni. Tvær grunnstoðir íslenska hagkerfisins væru valtar, ferðaþjónustan og orkusækinn iðnaður. Lausn Sigurðar á þessu er að reisa nýja fjórðu stoðina sem myndi felast í hugviti og nýsköpun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni