fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Umframeftirspurn eftir hlutabréfum í Icelandair – 7.000 nýir hluthafar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 04:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennu hlutafjárútboði Icelandair lauk klukkan 16 í gær. Umframeftirspurn var í útboðinu og nam hún 85 prósentum og var bæði frá fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Útboðsgengið var ein króna á hlut og voru 20 milljarðar nýrra hluta til sölu.

Rúmlega níu þúsund áskriftir bárust að fjárhæð 37,3 milljarða króna. Stjórn félagsins hefur samþykkt áskriftir fyrir 30,3 milljarða eða sjö milljörðum lægri upphæð en heildarfjárhæð þeirra áskrifta sem bárust. Einnig hefur verið ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í nótt.

25 prósenta áskriftarréttur fylgir nýjum hlutum eða sem nemur 5,75 milljörðum hluta. Úthlutunin var í samræmi við skilmála útboðsins og fá núverandi hluthafar, sem tóku þátt í útboðinu, fulla úthlutun í samræmi við hlutafjáreign þeirra.

Um 1.000 starfsmenn skráðu sig fyrir áskrift og fá þeir úthlutað hlutum án skerðingar. Áskriftir að jafnvirði einnar milljóna króna eða lægri upphæða verða ekki skertar en hlutfallsleg skerðing annarra áskrifta í báðum tilboðsbókum er um 37 prósent.

Almennir fjárfestar sýndu félaginu mikinn áhuga og verður eignarhlutur þeirra í félaginu um 50 prósent eftir útboðið en fjöldi hluthafa verður um 11.000.

„Nýr kafli er að hefjast í yfir 80 ára sögu félagsins og ég býð yfir sjö þúsund nýja hluthafa velkomna til liðs við okkur,”

segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, um það traust sem félaginu var sýnt í útboðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum