Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrum þingmaður Vinstri grænna er hætt í flokknum. Þetta tilkynnti hún í yfirlýsingu til fjölmiðla rétt í þessu.
„Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni,“ sagði Rósa í yfirlýsingunni.
Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG.
Rósa Björk mun halda áfram þingsetu og væntanlega starfa þar utan þingflokka, líkt og Andrés Ingi Jónsson sem sagði sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. „Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum,“ sagði Rósa.
Rósa Björk er varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins og segist hafa fengist mikið við málefni fólks á flótta, að hennar sögn. „Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar,“ sagði Rósa og lauk yfirlýsingunni á kveðju til sinna fyrrum félagsmanna:
Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis
Þingflokkur Vinstri grænna hefur staðfest þessar fregnir í fréttapósti til fjölmiðla:
Rósa Björk Brynjólfsdóttir upplýsti þingflokk Vinstri grænna í dag um þá ákvörðun sína að segja sig úr þingflokknum. Rósa Björk hefur verið þingmaður VG frá 2016.Þingflokkur VG þakkar Rósu Björk samstarfið undanfarin ár.