fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málefni hælisleitenda í færslu á Facebook en öll spjót hafa beinst að forsætisráðherra undanfarna daga vegna málefna egypskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan fer sem stendur huldu höfði á Íslandi. Bendir Katrín á að hlutfallslega sé Ísland nú að taka á móti fleiri flóttamönnum en nokkru sinni áður. 

„Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að taka á móti fleira fólki á flótta og er það markmið sett fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Um þessi mál er sjaldan fjallað nema þegar einstök mál eru rædd. En mikilvægt er að skoða hver þróunin hefur verið á undanförnum árum þegar rætt er um stefnu stjórnvalda í þessum efnum,“ skrifar Katrín á Facebook.

Katrín bendir á að á þessu ári hafi um 60 prósent umsókna um vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi verið samþykkt.

„Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári.“

Ef þeim málum sem hafa fengið efnismeðferð hafi 79 prósent umsókna verið samþykkt, en umsóknum hafi fjölgað mikið á undanförnum árum.

Inn í þessari tölu eru þó ekki mál sem hafa farið á borð kærunefndar útlendingamála. „En með þeim hækkar fjöldi þeirra sem hlotið hafa vernd töluvert. Til að mynda hlaut 521 einstaklingur alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra þegar horft er bæði á mál hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni“

Katrín bendir á að ekki mega horfa á tölfræði á blaði þegar rætt er um fólk.

„Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk. Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnmálasáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“

Katrín víkur ekki beinu máli að málefni egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi á miðvikudag. En hún gerir það þó óbeint í niðurlagi færslunnar.

„Umræða síðustu daga sýnir að ríkur vilji er í samfélaginu til að gera betur í þessum málum og það er verkefnið fram undan“

Katrín hefur þó tjáð sig um málefni fjölskyldunnar áður. Í Sprengisandi um helgina sagði hún að staða fjölskyldunnar væri ómannúðleg en hún beitti sér þó ekki fyrir að fjölskyldan fengi dvalarleyfi. Vegna þessa hefur hún verið harðlega gagnrýnd, sérstaklega af kjósendum Vinstri grænna sem og samflokksmönnum en Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona, sagði sig í dag úr þingflokki Vinstri grænna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar athugasemd undir færslu Katrínar og er þar ómyrk í máli í garð Vinstri grænna.

„Eina framlag ykkar til flóttamannamála er ítrekum framlagning frumvarps sem ætlað er að stórskaða réttindi flóttamanna og auðvelda brottflutning þeirra. Þrisvar sinnum hafið þið í VG samþykkt stjórnarfrumvarp þessa efnis sem við í stjórnarandstöðunni höfum þurft að leggja mikla vinnu í að stoppa í hvert sinn.“ 

Sunna telur það skjóta skökku við að Katrín vísi til þess að ekki megi tala um tölur í málefnum flóttamanna en vísi svo sjálf bara í tölur en ekki á þá fjölskyldu sem umræða síðustu daga hafi snúist um.

„Þú segir mikilvægt að láta umræðuna ekki snúast um tölur á blaði en nefnir svo ekkert nema tölfræði til þess að verjast gagnrýni á það hvernig þig komuð fram við fjögur lifandi og mennsk börn og foreldra þeirra.

Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“