fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Helga Vala vill verða varaformaður Samfylkingarinnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 05:23

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill verða varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur tilkynnt framboð sitt til varaformanns á landsfundi flokksins í nóvember. Hún segist finna fyrir síauknum áhuga á Samfylkingunni og að nýtt fólk á öllum aldri sé að ganga til liðs við flokkinn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Helgu Völu að hlutverk varaformannsins sé mjög mikilvægt, ekki síst við að þjappa flokksfólki saman og efla liðsheildina í aðdraganda kosninga.

„Ég er þess fullviss að með því að koma samstíga og kjörkuð fram með skýra framtíðarsýn muni kjósendur fela okkur í Samfylkingunni lyklana að stjórnarheimilinu,“

er haft eftir henni.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi, er varaformaður Samfylkingarinnar og hefur hún ekki gefið annað til kynna en að hún vilji gegna embættinu áfram. Það verður því kosið á milli Helgu Völu og Heiðu Bjargar á landsfundinum að öllu óbreyttu.

Heiða Björg var kjörin varaformaður á fund flokksins í febrúar 2017 og endurkjörin á landsfundi ári síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör