fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefst hlutafjárútboð Icelandair. Stóru lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir taka þátt í útboðinu. Þátttaka lífeyrissjóðanna mun ráða úrslitum um hvort félaginu tekst að sækja sér nýtt hlutafé upp á 20 milljarða króna.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Leitað hefur verið til stórra einkafjárfesta og fjárfestingafélaga um að taka að sér leiðandi hlutverk í útboðinu en það hafði ekki borði árangur síðdegis í gær.

Í umfjöllun Markaðarins kemur fram að fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta haldi spilunum þétt að sér og hafi ekki gefið upp hvort, og þá fyrir hversu mikið, þeir munu fjárfesta í útboðinu. Stjórnir sjóðanna funda síðar í dag og snemma á morgun þar sem endanleg ákvörðun um þátttöku verður tekin. Sjóðirnir eiga samtals eignir upp á rúmlega 3.000 milljarða króna.

Markaðurinn kveðst hafa heimildir fyrir að mesta óvissan ríki um afstöðu Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna fundar í dag og segir Markaðurinn að í henni sé töluverð gjá á milli fulltrúa atvinnurekenda annars vegar og fulltrúa VR um hvort sjóðurinn eigi að taka þátt í útboðinu. Sjóðurinn á 11,8% hlut í félaginu í dag og er næststærsti hluthafinn.

Ef tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins verða ekki með í útboðinu gæti það sett verulegt strik í reikninginn hvað varðar þátttöku annarra sjóða að sögn Markaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““