Starfshópur hefur skilað skýrslu um áhrif kórónuveirufaraldursins og sóttvarna á efnahagslífið. Starfshópinn skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Í skýrslu hópsins kemur meðal annars fram að tekjur ferðaþjónustunnar dragast saman um 60% fyrstu níu mánuði ársins. Þann hluta sumarsins þegar sem vægari aðgerðir á landamærum voru í gildi og hægt var að komast inn í landið án þess að fara í sóttkví, en vera skimaður á Keflavíkurflugvelli, þá voru tekjur af erlendum ferðamönnum 11 til 13 milljarðar. Þetta tímabil var frá 15. júní til 19. ágúst.
Einkaneysla tók vel við sér eftir að faraldurinn gaf eftir í vor og slakað var á samkomubanni snemma í maí. Talið er að vöxtur í tekjum þjóðarbúsins af innlendri einkaneyslu eftir að slakað var á samkomubanni hafi verið svipaður að stærð og samdráttur í þjóðartekjum vegna minni einkaneyslu á meðan samkomubanninu stóð.
Hópurinn segir að skýra þurfi markmið sóttvarnaaðgerða og auka fyrirsjáanleika. Orðrétt segir um þetta í greinargerð frá hópnum:
„Dragist óvissa á langinn getur það haft alvarleg og langvarandi áhrif. Stjórnvöld gegna að mati hópsins lykilhlutverki í að sporna gegn frekara tjóni, t.d. með því að dreifa byrðum áfallsins, skapa skilyrði til að fullnýta framleiðsluþætti þegar aðstæður leyfa, vernda samband atvinnurekenda og starfsfólks, standa vörð um viðskiptasambönd og tryggja að mikilvæg þekking og reynsla glatist ekki á meðan ástandið varir.
Ábendingar hópsins eru: