fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ástráður snuðaður í sjötta sinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 15. september 2020 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástráður Haraldsson, héraðsdómsdómari, hefur ítrekað falast eftir því að fá stöðu dómara við Landsrétt, allt frá því að embættið var stofnað árið 2016. Í dag varð ljóst að fimmta tilraun hans til að hljóta stöðuna bar ekki árangur en tilkynnt var um skipun Jóns Höskuldssonar og Ragnheiðar Bragadóttur í embætti Landsréttardómara.

Hann var þeirra fjögurra einstaklinga sem Sigríður Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra ákvað að ganga fram hjá, þvert á hæfnismat dómnefndar um skipum fimmtán dómara í Landsrétt vorið 2017.

Ástráður stefndi ríkinu vegna málsins og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Sigríður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dómnefndarinnar.

Í annað sinn

Ástráður sótti aftur um þegar staða losnaði við Landsrétt vorið 2019. Það var þó Eiríkur Jónsson sem hlaut embættið. En hann hafði í Landsréttarmálinu verið metinn sjöundi hæfasti af umsækjendum, en að þessu sinn var hann metinn hæfastur. Ástráður var metinn fjórði hæfasti umsækjandinn.

Í þriðja og fjórða sinn

Ekki reyndist máltækið, allt er þegar þrennt er, koma Ástráði vel. Hann sótti í þriðja sinn um embættið í byrjun árs. Umsækjendur voru alls átta og að þessu sinnu voru tvær stöður lausar.  Ástráður gleymdist í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins um umsækjendur vegna mannlegra mistaka.  Ása Ólafsdóttir var metin hæfust af dómnefnd en Ástráður næsthæfastur. Hins vegar var ályktun nefndarinnar breytt og var þá Sandra Baldvinsdóttir metin jafn hæf Ástráði.  Ástráður benti á að Sanda hafi, þegar Ástráður sótti um í fyrsta sinn, verið metin 22. í hæfnisröð á meðan hann var metinn 14. Þekkti hann ekki sambærileg dæmi um að umsækjandi hafi hækkað svona mikið á skömmum tíma, frekar hefði hann átt að hækka þar sem í millitíðinni hafi hann fengið skipum sem héraðsdómsdómari.

Ástráður ritaði þá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem hann áskildi sér rétt til þess að láta reyna á lögmæta umsókna Ragnheiðar Bragadóttur og Ásmundar Helgasonar, þar sem þau gegndu nú þegar stöðum við embættið eftir að hafa verið ólöglega skipuð.

Eins skrifaði hann í bréfi til Áslaugar að hann hafi ítrekað mátt þola réttarbrot í meðferð umsókna hans.

Fór þó svo að Ása og Sandra voru skipaðar.

Á sama tíma var auglýst annað embætti við Landsrétt, embætti Ásmundar Helgasonar sem hann hafði beðist undan. Ásmundur sótti svo um starfið sjálfur. Þetta var leið til að komast framhja ólöglegri skipun hans við dómstólinn og verða þá löglega skipaður. Ástráður sótti þau einnig um starfið, en laut enn einu sinni í lægra haldi.

Í fimmta sinn

Ástráður sótti í fjórða sinn um stöðu við Landsrétt eftir að embætti dómara varð laust til umsóknar þann 17. apríl síðast liðinn. Umsækjendur voru fimm. Að þessu sinni var Ástráður metinn hæfastur ásamt Arnfríði Einarsdóttur. Ekki þóttu efni til að gera upp á milli þeirra. Það var hins vegar Arnfríður sem fékk embættið.

Í sjötta sinn

Aftur var auglýst eftir Landsréttardómara þann 19. júní með umsóknarfrest til 6. júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættið. Niðurstaða dómnefndar var að Ástráður Haraldsson, Jón Höskuldsson og Ragnheiður Bragadóttir væru hæfust til að hljóta skipun og var ekki gert upp á milli hæfni þeirra þriggja.  Þetta var í fimmta sinn sem Ástráður sóttist eftir embættinu.

Nú er komið í ljós að Jón Höskuldsson og Ragnheiður Bragadóttir munu hljóta skipum sem Landsréttardómarar.

Uppfært 14:45 – Upphaflega stóð í fréttinni að Ástráður hafi sótt fimm sinnum um stöðu dómara við Landsrétt. Við nánari skoðun reyndist þetta vera sjötta skiptið sem hann sækir um. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“