fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. september 2020 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef Íslend­ing­ur tel­ur sér ekki vært á Fróni, tek­ur sig upp og flyst til fram­andi lands þá skap­ar hann sér óvissu. Taki hann fjöl­skyld­una með sér eykst óviss­an. Ef papp­ír­arn­ir eru ekki í lagi og óvíst með land­vist og ný heim­kynni er viðkom­andi að leggja á tæp­asta vað.“

Svona hefst færsla sem Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, skrifaði á blog.is en Morgunblaðið vakti athygli á færslunni í blaði dagsins. „Ef þessi ímyndaði Íslend­ing­ur er öfgamaður og aðhyll­ist póli­tík um guðs ríki á jörðu, þar sem dauðarefs­ing ligg­ur við að af­neita trúnni og helm­ing­ur mann­kyns, kven­kynið, er sett­ur skör lægra en karl­ar, tja, þá er um sér­stak­lega ósvíf­inn ein­stak­ling að ræða ef hann heimt­ar mannúð og land­vist í ríki sem er and­stæða við trú hans.“

Páll er með þessu að tala um egypska fjölskylduföðurinn Ibrahim, sem kom hingað til lands ásamt eiginkonu sinni Dooa og fjórum börnum þeirra, þeim Rewidu, Abdalla, Hamza og Mustafa. Þessi egypska fjölskylda vakti athygli nýverið eftir að greint var frá því að þau yrðu send úr landi en Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd og sú ákvörðun var síðar staðfest af kærunefnd útlendingamála.

Þess má geta að Páll er talinn vera íhaldssamur og Staksteinar vitna reglulega í skrif hans.

„Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

„Egypt­inn sem kom hingað með fjöl­skyldu sína lýs­ir stolt­ur yfir því að hann til­heyri Bræðralagi múslima,“ segir Páll. „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök, áhöld eru um hvort þau séu hryðju­verka­sam­tök. Egypt­inn upp­fyll­ir ekki skil­yrði til að fá land­vist hér á landi. Sé hon­um veitt land­vist bitn­ar það á öðrum, sem eru verðugri.“

Í Staksteinum Morgunblaðsins er tekið undir orð Páls en gera má ráð fyrir að ritstjóri Morgunblaðsins haldi þar á penna. „Eðli­legt er að fólk hafi samúð með börn­um sem ferðast þurfa á milli landa og njóta ekki fyllsta ör­ygg­is en eins og Páll bend­ir á hang­ir fleira á spýt­unni,“ segir í Staksteinum. „Staðreyndin er þó sú að eng­in fjöl­skylda og ekk­ert barn kem­ur beint frá ófriðarsvæði eða óör­uggu landi til Íslands. Þeir sem hingað koma og segj­ast á flótta koma frá meg­in­landi Evr­ópu og regl­ur kveða á um að þangað eigi þeir að hverfa á ný. Afar mik­il­vægt er að þeim regl­um verði fylgt og að það verði gert mun hraðar en nú er.“

„Hann yrði handtekinn og kannski drepinn“

Ástæðan fyrir því að Ibrahim og fjölskylda hans sóttu um vernd hér á landi er sú að Ibrahim talaði opinberlega gegn stefnu yfirvalda þar í landi. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ sagði Doaa, eiginkona Ibrahim, í samtali við Vísi fyrr á árinu. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna.“

Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og þegar hún var í Egyptalandi og í Óman vann hún á heilbrigðisstofnunum. Hana dreymir um að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur hér á Íslandi. Þá er Ibrahim er verkfræðimenntaður, hin 12 ára Rewida langar að verða náttúrufræðikennari og Abdalla, sem er 9 ára gamall, langar að verða flugmaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar