Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Báðir bankarnir eiga mikið undir að hlutafjárútboðið takist vel því þeir hafa báðir lánað Icelandair háar fjárhæðir og taka þátt í 16,5 milljarða króna lánalínu til félagsins en ríkið ábyrgist hana 90%. Bankarnir deila einnig 6 milljarða króna sölutryggingu, sem verður virk, ef áskriftir í útboðinu ná að lágmarki 14 milljörðum króna.
Morgunblaðið hefur eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé jákvæð nýbreytni að þeir sem kaupa hlutabréf í útboðinu fái um leið áskriftarréttindi að fleiri hlutum. Slíkt hefur ekki verið í boði í almennu hlutafjárútboði hér á landi áður en er vel þekkt erlendis.