Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands þann 7. ágúst 2018 ásamt fjórum börnum sínum Rewidu, Abdalla, Hamza og Mustafa. Börnin eru frá tveggja ára og upp í tólf ára aldur. Í lok júlí í fyrra var fjölskyldunni synjað um vernd og var það nú nýverið staðfest af kærunefnd útlendingamála.
„Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla,“ eru þau orð Áslaugar sem hafa vakið hvað mestu athyglina. Þá sagði Áslaug einnig að einstaka mál flóttafólks væru ekki á hennar könnu.
Ummæli Áslaugar hafa ekki fengið góða athygli á samfélagsmiðlinum Twitter og hafa margir gagnrýnt Áslaugu harðlega fyrir þau. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummælin er Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. „Blikkar ekki við að senda úr landi fjölskyldu sem hefur fest hér rætur eins og það sé bara hver annar dagur á skrifstofunni,“ sagði Dóra.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri tíst frá fólki um málið:
Ráðherra ber ein ábyrgð á því að hafa ekki breytt reglugerð í dag, eða gær, eða daginn þar á undan, eða hvaða dag sem er síðasta árið sem hún hefur setið í embætti.
Svei þér @aslaugarna og þinnar ómannúðlegu útlendingastefnu— Álfur Birkir (@AlfurBirkir) September 10, 2020
Alltaf sami söngurinn. Ekki hægt að bregðast við “einstökum” málum.
Á meðan hrannast einstöku málin upp þar til myndin fer að skýrast: ofbeldið og grimmdin eru ekki bundin við einstök mál heldur er mannvonskan bæði kerfisbundin og kalkúleruð. https://t.co/iTXwbYL5aY
— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) September 10, 2020
Fokk ÚTL þetta er ekkert nema hrein og bein mannvonska og ógeð. pic.twitter.com/IWoQzoNpHn
— Hertha Kristín (@herthakri) September 10, 2020
ef ég myndi fá kynferðislega ánægju út úr því að valda sársauka myndi ég einfaldlega stunda BDSM með öðru fullorðnu fólki en ekki koma mér í valdastöðu í samfélaginu og fá útrás fyrir það þar
— Элизабет ☄️ (@jtebasile) September 11, 2020
Ísland er rasistaland, ásamt öllum öðrum rasistalöndum sem geta ekki sett nokkra hluti til hliðar til þess að hjálpa fólki í neyð og sýnt ögn af samvisku. Ég skammast mín fyrir hönd dómsmálaráðherra og spring úr stolti af þeim sem hafa minna vald og gera samt meira.
— eydís (@E_y_d_i_s) September 10, 2020
Í hvert skipti sem dómsmálaráðherra gerir ekkert í málefnum flóttafólks/hælisleytanda, hunsar hræðslu og hvöl sem fjölskyldur og börn þurfa að þola og sýnir samúðarleysi í augsýnd misréttis og brota gegn þessu fólki gerir hún mig og ykkur öll að rasistum.
— ʂŋæı ʝąƈƙ (@rolegheit) September 10, 2020
,,Æji hún Áslaug Arna er nú ung og frjálslynd og svona… Góðar fréttir að hún verði dómsmálaráðherra” var svolítið stemningin. Sama manneskja og blikkar ekki við að senda úr landi fjölskyldu sem hefur fest hér rætur eins og það sé bara hver annar dagur á skrifstofunni.
— Dóra Björt (@DoraBjort) September 10, 2020
Virkilega áhugavert þetta orðalag dómsmálaráðherra um að bjarga ekki einstaka fjölskyldum.
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) September 10, 2020
Vá hvað ég væri til í að skipta rafrænu ökuskírteinu út fyrir mannúðlegri stefnu í málefnum útlendinga
— Vala Jónsdóttir (@valawaldorf) September 10, 2020