fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Ummæli Áslaugar vekja mikla reiði – „Þetta er ekkert nema hrein og bein mannvonska og ógeð“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 11. september 2020 09:18

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindi RÚV frá því að flytja ætti sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi úr landi í næstu viku en fjölskyldan hefur búið hér á landi í yfir tvö ár. Orð Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra um málið hafa vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum.

Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands þann 7. ágúst 2018 ásamt fjórum börnum sínum Rewidu, Abdalla, Hamza og Mustafa. Börnin eru frá tveggja ára og upp í tólf ára aldur. Í lok júlí í fyrra var fjölskyldunni synjað um vernd og var það nú nýverið staðfest af kærunefnd útlendingamála.

„Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla,“ eru þau orð Áslaugar sem hafa vakið hvað mestu athyglina. Þá sagði Áslaug einnig að einstaka mál flóttafólks væru ekki á hennar könnu.

Ummæli Áslaugar hafa ekki fengið góða athygli á samfélagsmiðlinum Twitter og hafa margir gagnrýnt Áslaugu harðlega fyrir þau. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummælin er Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. „Blikkar ekki við að senda úr landi fjölskyldu sem hefur fest hér rætur eins og það sé bara hver annar dagur á skrifstofunni,“ sagði Dóra.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri tíst frá fólki um málið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“