fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Almennir fjárfestar þurfa að gangast undir mat til að fá að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir almennu fjárfestar sem hafa áhuga á að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair þurfa að gangast undir mat hjá Íslandsbanka eða Landsbankanum til að sýna fram á að þeir búi yfir nægilegri þekkingu og reynslu af áskriftarréttindum sem fjármálagerningi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur fengið þetta staðfest hjá Fjármálaeftirliti Seðlabankans. Fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að áskriftarréttindin, sem verða boðin með hlutabréfum félagsins í útboðinu, teljist vera flókinn fjármálagerningur.

Þessi áskriftarréttindi, sem bera 15% vexti á ársgrundvelli, gera þátttakendum í útboðinu mögulegt að kaupa nýja hluti í framtíðinni á sama gengi og í útboðinu í næstu viku.

Þau lagaákvæði sem Fjármálaeftirlitið vísar í banna ekki almennum fjárfestum að stunda flókna fjármálagerninga en leggja þær skyldur á fjármálafyrirtækin, sem eru söluaðilar, að meta hvort fjárfesting í útboðinu sé viðeigandi fyrir þá sem taka þátt í því. Þetta nefnist tilhlýðileikamat.

Fagfjárfestar þurfa ekki að fara í slíkt mat en fjármálafyrirtæki meta hvort almennir fjárfestar búi yfir nægri reynslu og þekkingu á áskriftarréttindum. Ef fjármálafyrirtækið telur að fjárfestingin sé ekki viðeigandi fyrir  viðkomandi skal það ráða honum frá viðskiptunum segir í svari Fjármálaeftirlitsins til Fréttablaðsins. Ef að niðurstaðan er sú að fjármálafyrirtækið ráðleggur viðkomandi að taka ekki þátt jafngildir það ekki banni og viðkomandi getur tekið þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?