fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Ráðherra bíður ákvörðunar þingsins vegna lokunar Nýsköpunarmiðstöðvar

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 10. september 2020 11:31

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, tilkynnti í febrúar um áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands næstu áramót.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar kynnti nýsköpunarráðherra ríkisstjórn áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót. Nýsköpunarráðuneytið hefur hins vegar hafnað upplýsingabeiðni frá Space Iceland, Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands, vegna niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar á þeim forsendum að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að leggja miðstöðina niður. Þetta kemur fram í fréttabréfi sem Space Iceland sendi út í morgun og er ennfremur birt á Facebooksíðu skrifstofunnar.

Space Iceland óskaði eftir upplýsingum um þá greiningarvinnu sem leiddi til þeirrar ákvörðunar ráðherra að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður.

„Það kemur okkur á skrifstofunni jafn mikið á óvart og öðrum að ráðuneytið kannist nú ekki við þessa ákvörðun sína sem ítrekað hefur verið fjallað um og hefur þegar haft áhrif á starfssemi Nýsköpunarmiðstöðvar,“ segir í fréttabréfinu.

Með svari ráðuneytisins er að mati Space Iceland reynt að fara framhjá tilgangi upplýsingalaga sem kveða á um rétt til upplýsinga og að undanþáguheimild stjórnvalda til að neita afhendingu upplýsinga sé aðeins virk ef ekki hefur verið tekin ákvörðun byggða á þeim gögnum. Þá sendi skrifstofan skilaboð til ráðuneytisins um að endurskoða svar sitt og afhenda gögnin en því hafi ekki verið svarað.  Space Iceland hefur kært niðurstöðu ráðuneytisins til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Í fréttabréfi Space Iceland segir ennfremur:

Bent var á að tilkynnt hafi verið um þessa ákvörðun opinberlega, í ríkisstjórn sem og starfsfólki miðstöðvarinnar. Niðurlagningin hefur óbein áhrif á starfsemi Space Iceland en bein áhrif á nokkur sprotafyrirtæki sem tengjast okkar starfi. Að auki hefur Nýsköpunarmiðstöð verið innan handa fyrir frumkvöðla án endurgjalds í tilvikum þar sem sóst er eftir aðstoð við styrkjaumsóknir, til tengslamyndunar og ráðgjafar. Þjónusta sem í sumum tilvikum er veitt af aðilum sem kalla eftir greiðslu fyrir. Slíkt getur verið erfiður biti fyrir frumkvöðla. Af þeim sökum hefur skrifstofan lagt nokkra vinnu í að skilja hver staða málsins er og fyrst og fremst hvert er stefnt. Space Iceland, Geimvísinda- og tækniskrifstofan, hefur ekki mótað formlega afstöðu til ákvörðunarinnar.

Það er hins vegar ávalt okkar afstaða að stefnuleysi, skortur á upplýsingum og óvissa beri með sér óþarfan kostnað. Nýsköpun og þekking reiðir sig á þekkingarinnviði og grunnrannsóknir. Hér eru því verulegir hagsmunir undir og hætt á að illa fari fyrst tilkynnt hefur verið um niðurlagningu miðstöðvarinnar sem lið í eflingu nýsköpunar á Íslandi án þess að komið hafi fram hver hin eiginlega áætlun er eða hver þarfagreiningin er og hvaða áskoranir skal leysa með niðurlagningu.

Hér má lesa fréttabréfið í heild sinni á Facebooksíðu Space Iceland:

Uppfært kl 17.10:

Fyrirsögn hefur verið breytt.

Í athugasemdum frá nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að endanleg ákvörðun um hvort loka skuli Nýsköpunarmiðstöð Íslands liggi hjá Alþingi og vinna að frumvarpi þess efnis sé á lokametrunum. Afstaða ráðherra hafi ekki breyst og unnið sé að útfærslu við að leggja miðstöðina niður.

Í svari ráðuneytisins til Space Iceland, eins og kemur fram í fréttabréfinu sem vísað er til í fréttinni, segir m.a.:

Í tilkynningu ráðherra þann 25. febrúar sl. kom fram að áformað væri að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og færa verkefni hennar í annað rekstrarform. Í þeirri tilkynningu fólst ekki endanleg ákvörðun um niðurlagningu stofnunarinnar heldur var þar um að ræða tilkynningu um að áformað væri að hefja vinnu við að leggja niður stofnunina. Eðli máls samkvæmt mun endanleg ákvörðun um niðurlagningu verða tekin af Alþingi þar sem stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?