fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Allt á suðupunkti: Hannes og Illugi takast á – „Vertu ekki með svona lygaþvætting“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. september 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, birti í dag færslu sem hefur vakið upp mikla umræðu. Færslan fjallar um nýju stjórnarskrána en hún hefur verið í deiglunni að undanförnu.

„Stjórnarskrá er sammæli borgaranna um þær reglur, sem hafnar eiga að vera yfir hversdagslegar þrætur. Þær eru ekki fyrirmæli eins hóps til annars,“ segir Hannes í upphafi færslunnar. Þá segir hann að leiðin að nýju stjórnarskránni sé vörðuð lögbrotum, virðingarleysi fyrir eðlilegri málsmeðferð og skeytingarleysi um almenna sátt í málinu. „Vinstri stjórnin 2009–2013 hafði að engu úrskurð Hæstaréttar um, að kosning fulltrúa á Stjórnlagaþing (sem dræm þátttaka var í, 36,8%) væri ólögleg. Upp úr skrafi fulltrúanna, sem hófst daglega á fjöldasöng, kom óskalisti, sem hægt er að toga og teygja á alla vegu, eins og innlendir og erlendir sérfræðingar bentu á. Í atkvæðagreiðslu, sem innan við helmingur kjósenda tók þátt í (48,4%), samþykktu 67% óskalistann. Aðeins einn þriðji hluti kjósenda mælti þannig í raun með honum,“ segir Hannes.

„Nokkrir fulltrúanna, Katrín Oddsdóttir, Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason, höfðu gengið hart fram í óeirðunum 2008–2009, þar sem markmiðið var að hrekja löglega kjörin stjórnvöld frá völdum. Til samanburðar má nefna, að kjörsókn í atkvæðagreiðslu um lýðveldisstjórnarskrána 1944 var 98,4%, og samþykktu hana 98,5% þeirra, sem greiddu atkvæði. Og nú sýnir þetta fólk virðingarleysi sitt fyrir lögum og rétti með því að krota ólöglega á gangstéttarhellur. Þarf frekari vitna við? Er einhvers góðs að vænta úr þessari átt? Brennuvargar breytast ekki í slökkviliðsmenn með daglegum fjöldasöng.“

„Hafðu smá sómatilfinningu maður“

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, svarar fyrir sig í athugasemd undir færslu Hannesar. „Hannes, veistu ég er alveg að missa húmorinn fyrir þér,“ segir Illugi. „Vertu ekki með svona lygaþvætting. Ég hef aldrei á ævinni tekið þátt í óeirðum af neinu tagi. Ég nenni ekki svona ómerkilegu rugli.“

Hannes svarar athugasemd Illuga og segist eiga mynd af honum við meintar óeirðir. „Ég á nú mynd af þér að berja bumbu á Austurvelli með einum eiganda aflandsreikninga (Vilhjálmi Þorsteinssyni) og Birnu Þórðardóttur, sem hlaut þjálfun í skæruliðabúðum í Norður-Kóreu á sínum tíma! Þátttaka í óeirðum felst líka í því að hvetja til þeirra eða halda þar ræður eða senda þangað kveðjur,“ segir Hannes og birtir myndina með athugasemdinni.

Illugi svarar þá aftur fyrir sig. „Að berja bumbu er ekki að taka þátt í óeirðum,“ segir hann. „Þaðan af síður að halda ræðu á mótmælafundum. Þú segir meira að segja að ég hafi „gengið hart fram“ í þessum óeirðum. Vertu ekki svona djöfull ómerkilegur. Hafðu smá sómatilfinningu maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið