Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra VMST, að þetta sé svipaður fjöldi umsókna og búist var við og sé stofnunin þokkalega viðbúin þessu.
Hún sagði of snemmt að segja til um hvort spá stofnunarinnar um þróun atvinnuleysis nú í september muni rætast. Ráð er gert fyrir að almennt atvinnuleysi hafi farið í 8,6% í ágúst og muni aukast lítillega í september.
Ekki er búist við umsóknum vegna fjöldauppsagna um síðustu mánaðamót fyrr enn síðar á árinu, þegar uppsagnarfresti er lokið. 284 var sagt upp í fjórum hópuppsögnum í ágúst.
„Við höfum gert og gerum enn ráð fyrir um 3.000 umsóknum að meðaltali á mánuði fram að áramótum,“
er haft eftir Unni.