fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Kári hitnaði í Silfrinu- „Þetta er heimskulegt og þetta er ekki rökrétt“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 6. september 2020 12:50

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er spurning að hafa hér fullt af ferðamönnum og síðan allt of stóran hluta landsmanna í sóttkví,“ svona lýsti Kári Stefánsson, formaður Íslenskrar erfðagreiningar umræðuefni rifrilda hans og Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvvard-háskóla. Jón lýsti rifrildum þeirra svona „Við erum að deila um hvort að heimkomusmitgát eða sóttkví sé áhrifaríkari leið og það er mjög lítið um gögn um það.“

Sjá einnig: Segir Kára fara í manninn frekar en boltann – „Eru þetta fordómar gagnvart konum?“

Sjá einnig: Kári tætir í sig prófessor við Harvard – „Upphafin meðalmennska“

Báðir voru þeir gestir í þættinum Silfrinu sem var á dagskrá RÚV í dag.

„Hann snýr allskonar hlutum á hvolf þessi ágæti maður,“ sagði Kári Stefánsson um Jón Ívar. Kári er á þeirri skoðun að best sé að beita ströngum reglum um landamæri Íslands. Með því fari líf fólks í eins eðlilegt horf og hægt er, þar geti börn farið í skóla og menningin blómstrað.

Jón Ívar vill frekar að fólk fari í heimkomusmitgát. Þá geti ferðamönnum fjölgað hér á landi. Hann segir að gögn um hvor leiðin virki betur séu af takmörkuðu magni, og að heimkomusmitgát ætti að njóta vafans.

Kári vill hins vegar meina að heimkomusmitgát sé ruglingsleg og stuðli að fleiri smitum.

„Ég er ekki að vanmeta nokkurn skapaðan hlut. Ef þú rekst á mann úti í búð sem á að vera í sóttkví veistu að hann er að brjóta sóttkví ef þú rekst á hann úti í búð og hann er í heimkomusmitgát hefur þú ekki hugmynd um hvað er að gerast.“

Jón benti á í þættinum að dánartíðni vegna COVID-19 sé talsvert lægri en haldið var í fyrstu. Kári benti aftur á móti á að gamalt fólk væri alls ekki með lága dánartíðni

„Hún [dánartíðnin] er 25 prósent hjá fólki yfir 85 ára. Meðalaldur Íslendinga eru 80 ár þannig að við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri og það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum. Það viljum við ekki.“

Jón sagði þó að einungis tíu prósent þjóðarinnar væri 70 ára eða eldra. Þá hitnaði í Kára.

„Þér finnst eins og það sé allt í lagi að opna landamærin af því að það séu ekki nema tíu prósent þjóðarinnar? Þetta er heimskulegt og þetta er ekki rökrétt!“

Harvard-prófessorinn tók þá skýrt fram að hann vildi ekki kasta þessu fólki frá borði, heldur vildi hann vernda þennan hluta þjóðarinnar sérstaklega vel.

Að mati Jóns er óraunhæft að halda að lífið muni ekki geta haldið áfram þangað til að bóluefni finnist.

„Það er óraunhæft að halda að lífið verði algerlega eðlilegt fyrr en bóluefni er komið og það verður búið að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Þetta er eitthvað sem mér finnst að eigi bara að koma fram.“

Þá benti hann einnig á að stór hluti námsmanna væri að mæta í skólann og hélt því fram að í raun væru hömlurnar á lífi okkar ekki svo miklar. Því svaraði Kári:

„Ástæðan fyrir því að það eru ekki hömlur á okkar lífi er að við höfum haft tiltölulega stífar kringumstæður á landamærum,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum