fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Hörður segir að á æsingafundi ríkisstjórnarinnar hafi verið ákveðið að skella í lás

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. september 2020 08:00

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingum, bæði stjórnvöldum og almenningi, tókst vel að leysa úr stórum og flóknum verkefnum síðustu ára. Farsæl niðurstaða í þessum málum, meðal annars hvað varðar skuldaskil gömlu bankanna og losun hafta, þýðir að þjóðarbúið er í einstakri stöðu til að takast á við efnahagshamfarirnar sem fylgja kórónuveirufaraldrinum.

Svona hefst grein, undir fyrirsögninni „Traustið farið“ eftir Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðar Fréttablaðsins, í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að framan af hafi litið út fyrir að ríkisstjórninni og þríeykinu myndi takast vel upp í þessu stóra verkefni. Reynt hafi verið að hafa meðalhóf að leiðarljósi í sóttvarnaaðgerðum þegar óvissan var sem mest. Einnig var gripið til umfangsmikilla efnahagsaðgerða til að milda höggið fyrir fyrirtæki og launafólk.

„Þá virtust allir sammála um hve mikils virði það væri að viðhalda hér opnum landamærum, með ákveðnum varrúðarráðstöfunum. Sú stefna varði stutt. Breytt var um kúrs um miðjan síðasta mánuð, á æsingafundi ríkisstjórnarinnar, með því að skella landinu í lás,“

segir Hörður bætir við að nú spyrji margir sig, með réttu, hvert markmiðið sé.

„Enginn hefur í raun hugmynd um það. Ráðherrar hafa fullyrt að ekki sé stefnt að veirufríu samfélagi en með síðustu aðgerðum, þegar landamærunum var í reynd lokað vegna þess að ekki náðist að stöðva alfarið að sýktir einstaklingar kæmust inn í landið, fer hljóð og mynd ekki lengur saman. Sjónarmið, sem byggjast að hluta á órökstuddri hræðslu og kvíða, eru nú látin ráða för,“

segir hann síðan og bætir við að afleiðingar slíkrar stefnu, sem séu ekki vel sýnilega og muni koma fram á löngum tíma, eigi eftir að valda gríðarlegu samfélagslegu tjóni, þar á meðal á lífi og heilsu fólks.

Hann segir síðan að vitað sé að dánartíðnin af völdum veirunnar sé lægri en gert var ráð fyrir í upphafi.

„Slíkar staðreyndir hljóta að skipta lykilmáli við ákvarðanir um hversu langt eigi að ganga í sóttvarnaaðgerðum. Staðan er sú hin sama í öðrum ríkjum. Tíðni smits hefur vissulega aukist en á sama tíma er ekki að merkja neina aukningu hjá þeim sem veikjast alvarlega eða deyja. Ungu fólki, stærsta hópnum sem er að greinast, stendur ekki alvarleg ógn af veirunni – og það er engum greiði gerður með því að ala á hræðsluáróðri sem fullyrðir hið gagnstæða. Fólk er ekki fífl og ef gögnin sýna annað en skilaboð stjórnvalda þá mun almenningur hætta að taka mark á þeim,“

segir Hörður og víkur því næst að þverrandi trausti á ákvarðanatöku stjórnvalda:

„Áður mátti merkja samhverfu og skýra nálgun hjá stjórnvöldum á því hvernig best væri að lifa með veirunni. Með því að loka í reynd landamærunum, eitt Evrópuríkja, hefur ríkisstjórnin hins vegar framlengt og aukið á þá óvissu sem var fyrir í samfélaginu. Líkja má þeirri ákvörðun við það ef seðlabankastjóri hefði, afar óvænt og á skjön við fyrri yfirlýsingar, tilkynnt um hækkun vaxta. Slík ákvörðun hefði verið óskiljanleg. Við þessar aðstæður, þar sem traust á ákvörðunartöku stjórnvalda fer þverrandi, verður fjárfesting í atvinnulífinu hverfandi og fyrirtæki munu ekki ráða til sín fólk í vinnu. Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hljóta að vita að það voru mistök að grípa til svo harðra aðgerða. Þeir standa nú frammi fyrir því, hafi þeir áhuga á stýra landinu, að finna útgönguleið úr þessum vanda. Það verður ekki auðvelt og tíminn vinnur ekki með þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller