fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Viðreisn kynnir 7 punkta plan – Vilja eyða 123 milljörðum í efnahagsaðgerðir

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 3. september 2020 13:02

mynd/Viðreisn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn kynnti í morgun 7 punkta plan sitt um hvernig eigi að reisa efnahagslíf þjóðarinnar við í kjölfar hremminga af völdum Covid-19 faraldursins. Fengju þau ráðið væri ráðist í aðgerðirnar strax, en ekki 2022-2023, líkt og ríkisstjórnin hyggst gera, að því er segir í tilkynningu Viðreisnar.

Kostnaðurinn við aðgerðirnar sjö eru 123 milljarðar. Ekki kemur fram hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar, en þó segir að þær séu þjóðhagslega hagkvæmar og munu skila sér til baka í auknum hagvexti. „Það er mun dýrara fyrir þjóðina að ríkisstjórnin dragi lappirnar og veiti ekki næga viðspyrnu núna þegar samdrátturinn er mestur. Það er enn verra ef ríkisstjórnin dreifir fjárfestingaþörfinni yfir lengri tíma og fer í umfangsmiklar framkvæmdir eftir að efnahagslífið hefur tekið við sér.“ Aðgerðir eiga að miða að því að draga úr neikvæðum áhrifum samdráttarins á almenning.

Punktarnir eru:

  1. Flýta skal enn frekar opinberum framkvæmdum og auka fjárfestingar. Áhersla skal vera á „þjóðhagslega hagkvæmar fjárfestingar.“ Borgarlínuna segir Viðreisn vera skýrasta dæmið sem uppfyllir þetta skilyrði.
  2. Auka hvata í loftlagsmálum. „Hraða þarf orkuskiptum og draga úr losun mengandi efna með fjárhagslegum hvötum. Jafnframt ætlar Viðreisn sér að auka fjárfestingar í grænum vísindum.
  3. Efla tímabundin úrræði fyrir atvinnulaust fólk. Skapa þarf örugga afkomu fyrir fólk í atvinnuleit með því að veita meira svigrúm til tekjuöflunar á meðan atvinnuleysisbætur eru þegnar og að framlengja tímabundið tekjutengingu atvinnuleysisbóta.
  4. Fjármagna þarf sálfræðifrumvarp sem allir flokkar studdu og samþykkt var á Alþingi og að tryggja viðbótarfjármagn inn í félagsþjónustu sveitarfélaganna.
  5. Létta álögur á fyrirtæki með því að lækka skatta og gjöld eins og tryggingagjald.
  6. Styrkja þarf atvinnurekendur sem búa við verulegan tekjumissi til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi uppsagnir í atvinnulífinu.
  7. Efla þarf nýsköpun til lengri tíma og auka styrki til nýsköpunar næstu 5 árin hið minnsta.

Þorgerður Katrín benti á það í máli sínu að Viðreisn hafi í vetur stundað „öðruvísi pólitík“ og hvatti hún stjórnarflokkana til þess að hlusta á hugmyndir stjórnarandstöðuflokkanna.

Eins og lesendum Eyjunnar ætti að vera ljóst, er næsta þingár síðasta þing þessa ríkisstjórnar. Kosið verður í haust og má því vel búast við að kosningablær fari að færast yfir stjórnmálin í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði