Viðreisn kynnti í morgun 7 punkta plan sitt um hvernig eigi að reisa efnahagslíf þjóðarinnar við í kjölfar hremminga af völdum Covid-19 faraldursins. Fengju þau ráðið væri ráðist í aðgerðirnar strax, en ekki 2022-2023, líkt og ríkisstjórnin hyggst gera, að því er segir í tilkynningu Viðreisnar.
Kostnaðurinn við aðgerðirnar sjö eru 123 milljarðar. Ekki kemur fram hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar, en þó segir að þær séu þjóðhagslega hagkvæmar og munu skila sér til baka í auknum hagvexti. „Það er mun dýrara fyrir þjóðina að ríkisstjórnin dragi lappirnar og veiti ekki næga viðspyrnu núna þegar samdrátturinn er mestur. Það er enn verra ef ríkisstjórnin dreifir fjárfestingaþörfinni yfir lengri tíma og fer í umfangsmiklar framkvæmdir eftir að efnahagslífið hefur tekið við sér.“ Aðgerðir eiga að miða að því að draga úr neikvæðum áhrifum samdráttarins á almenning.
Punktarnir eru:
Þorgerður Katrín benti á það í máli sínu að Viðreisn hafi í vetur stundað „öðruvísi pólitík“ og hvatti hún stjórnarflokkana til þess að hlusta á hugmyndir stjórnarandstöðuflokkanna.
Eins og lesendum Eyjunnar ætti að vera ljóst, er næsta þingár síðasta þing þessa ríkisstjórnar. Kosið verður í haust og má því vel búast við að kosningablær fari að færast yfir stjórnmálin í haust.