fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Norðurál tilbúið til að fjárfesta fyrir 14 milljarða ef samningar nást um raforkuverð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 08:00

Norðurál á Grundartanga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurál er tilbúið til að leggja í 14 milljarða króna fjárfestingu ef fyrirtækið fær nýjan langtímasamning hjá Landsvirkjun. Samningurinn þarf að vera til tíu eða tuttugu ára og á sömu kjörum og meðalraforkuverð til stóriðjunnar í fyrra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samningur álversins, sem er tengdur raforkuverði á Nord Pool-markaðnum, renni út 2023.

Haft er eftir Gunnari Guðlaugssyni, forstjóra álversins, að hægt sé að fara hratt af stað með verkefnið, jafnvel innan nokkurra vikna. Það myndi taka um tvö ár og skapa 80 til 90 störf á byggingartímanum og 40 varanleg störf.

Gunnar sagði einnig að samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2019 hafi meðalverð til stóriðju verði um 23 dollarar á megavattstund. Hann sagði að verð, nálægt þeirri tölu, yrði ásættanlegt fyrir Norðurál. Nord Pool-verðið sé lægra en það í augnablikinu en þrátt fyrir það sé Norðurál tilbúið að ganga út úr núverandi samningi við Landsvirkjun, sem gildir til 2023,  gegn því að fá nýjan langtímasamning.

Haft er eftir honum að árum saman hafi verið unnið að því að auka virði álframleiðslunnar á Grundartanga.

„Við höfum horft til þess að fara út í framleiðslu á svokölluðum álboltum, en til þess að geta gert það þurfum við að fara út í stóra fjárfestingu sem gæti numið um 14 milljörðum. Til að fara í slíka fjárfestingu þyrfti Norðurál orkusamning til tíu eða tuttugu ára. Við erum ekki að biðja um afsláttarkjör eða niðurgreiðslu, við viljum bara fá sama verð og meirihluti raforku er seldur á núna á Íslandi,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?