Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, gagnrýnir ríkisábyrgð á lánum Icelandair við endurskipulagningu félagsins og minnir á að ríkisvaldið þurfi að vera í liði með samkeppni. Þetta kemur fram í grein Ólafs á Vísir.is í dag. Ólafur segir:
„Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim.“
Ólafur bendir á að áætlanir Icelandair geri ráð fyrir lítilli innanlandssamkeppni. Nýtt flugfélag sé hins vegar í startholunum og vísar Ólafur þar til Play. Aðrir aðilar hafa þó bent á það að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að Play sé hefja sig til flugs. Play hefur ályktað gegn ríkisstuðningi við Icelandair. Athyglisvert að vöruflutningafélagið Air Atlanta hefur ekki gefið út yfirlýsingar í þessa veru en ólíkt öðrum vöruflutningaflugfélögum hérlendum á Icelandair ekki hlut í því í félagi.
Í fréttaskýringu á turisti.is frá 30. ágúst er bent á að ekki hafi verið leitað álits hjá keppinautum Icelandair um ríkisaðstoð við félagið.
Ólafur viðurkennir í sinni grein að réttlætanlegt geti verið að veita þjóðfélagslega mikilvægu fyrirtæki ríkisstuðning á fordæmalausum tímum. Ríkisábyrgð á lánum félagsins þurfi hins vegar að skilyrða og telur hann upp eftirfarandi skilyrði:
Í lok greinar sinnar hvetur Ólafur yfirvöld til að horfa heildstætt á samkeppnisumhverfið og gæta þess að vera í liði með samkeppninni.