fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Nýjasta útspil Samherja gagnrýnt – „Gjörsamlega galið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. september 2020 10:15

Skjáskot úr YouTube myndbandi Samherja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji greindi frá því á heimasíðu sinni í gær að 85.000 manns hafi horft á nýjasta YouTube myndband Samherja. Margir hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu þar sem Samherji borgaði fyrir að láta myndbandið spilast sjálfkrafa sem auglýsingu á YouTube.

„Með breytingum sem hafa orðið á fréttaneyslu, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla og miðla eins og YouTube, hafa fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli horft til þáttagerðar í því skyni að koma upplýsingum á framfæri, í stað þess að reiða sig eingöngu á ritaðar fréttatilkynningar,“ segir í tilkynningunni frá Samherja. Þá segir einnig að þessi þróun sé komin talsvert lengra erlendis en að aðferðin virðist vera að festa rætur hér á landi.

„Börn með áhuga á Teletubbies og prumpi“

Ekki eru þó allir sammála um ágæti þessarar yfirlýsingar. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt tilkynninguna. „Samherji sendi tilkynningu um 85 þús. áhorf á nýjasta „sjónvarpsþátt” sinn um fjölmiðla sem fjalla um þá,“ segir Þórður á Twitter-síðu sinni.

„Tiltók ekki að hann hafi keypt dekkandi og sjálfspilandi auglysingaslott á YouTube. Börn með áhuga á Teletubbies og prumpi eru því að horfa á 4 mín auglýsingar um karfatuð,“ segir hann og máli sínu til stuðnings birtir Þórður skjáskot af barnaefni á YouTube þar sem auglýsingar Samherja koma upp.

Þessar auglýsingar sem Þórður nefnir kannast eflaust flestir við sem nota YouTube. Þátturinn hefur verið afar áberandi í kostuðum og sjálfspilandi auglýsingum á YouTube sem draga að sér áhorf.

„Gjörsamlega galið“

Í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar taka margir í sama streng og Þórður. „Þetta birtist alltaf efst þegar Youtube er opnað, finnst líklegt að dóttir mín hafi horft á þetta í misgripum fyrir Þegar Trölli stal jólunum,“ segir Jóhannes nokkur. „Þetta er kostuð auglýsing sem börn eru farin að sjá meðan þau horfa á barnaefni á YouTube. Það er gjörsamlega galið að halda því fram að um 85.000 manns hafi sest niður og horft á þennan kostaða áróður,“ segir Geir nokkur.

Þá gagnrýnir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, þetta einnig í sama hóp. „Samherji er svo víðáttuvitlaus að ég veðja á að PR-fólkið, sem er að mjólka hann, hafi keypt áhorf frá Pakistan til að sýna að hversu vel herferðin gengur. Samherji verður búinn að framleiða hundrað þætti áður en hann fattar þetta og PR-liðið búið að rukka hann um tugi milljóna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“