fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Sveitarfélögin eru fjárþurfi – Þurfa milljarða í viðbót

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að sveitarfélögin geti mætt þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra þurfa þau milljarða til viðbótar í tekjur. Frávik í rekstri sveitarfélaganna, frá áætlunum yfirstandandi árs, eru 33 milljarðar nú í lok ágúst.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fram kemur að stærsti áhrifaþátturinn sé heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hefur haft í för með sér minni útsvarstekjur, meiri útgjöld til velferðarmála og fjárfestingar til að skapa atvinnu.

Fulltrúar sveitarfélaganna funduðu með forsætisráðherra og sveitarstjórnarráðherra fyrir helgi þar sem farið var yfir stöðu mála. Stefnt er að því að funda aftur í næstu viku og að þá liggi fyrir svör um aðgerðir ríkisins. Á næsta ári verða framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skert um fjóra milljarða.

Morgunblaðið hefur eftir Aldísi að ríkið þurfi að gefa afdráttarlausa yfirlýsingu um samstöðu með sveitarfélögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar