fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Sjáðu myndirnar – Þetta gerðu þingmennirnir í sumar

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 29. ágúst 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn og ráðherrar hafa sumir verið að nýta góða veðrið í sumar vel með ferðalögum um landið. DV ákvað að skoða samfélagsmiðlana hjá íslensku stjórnmálafólki og sjá hvert það fór í sumar.

Katrín Jakobsdóttir fór á fundaferð um Austurlandið. Katrín fór á opinn og fjörugan fund á Seyðisfirði, opið og skemmtilegt kaffispjall á Djúpavogi og fróðlega göngu um Höfn í Hornafirði.

https://www.facebook.com/VGKatrinJakobsdottir/posts/10157363739582727

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra virðist hafa farið nánast út um allt land. Hann deildi myndum frá Látrabjargi á Vestfjörðum, hann heimsótti Hellisfjörð og gekk upp á Lómagnúp á Suðurlandinu.

https://www.instagram.com/p/CDSCVEdgNwd/

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og landbúnaðarráðherra opnaði reiðbrú á Akureyri og fór síðan suður yfir Kjöl. Á leiðinni stoppaði hann í Kerlingarfjöllum og tók þessa mynd í miðnætursólinni.

https://www.facebook.com/sigurdingi/posts/3750052105009838

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skellti sér í Hafnarfjörðinn og fór á hestbak með systur sinni. Þá gerði hún sér líka ferð til Vestfjarða með fjölskyldunni þar sem meðal annars var komið við á Rauðasandi.

https://www.instagram.com/p/CAilAAOA54T/

Flokksbræðurnir og þingmennirnir Páll Magnússon og Brynjar Níelsson nutu sólarinnar saman á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru klæddir í stíl og fengu sér ís saman á Austurvelli.

https://www.facebook.com/jon.gunnarsson.58/posts/10217281961105271

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gerði sér ferð að Hraunfossum á Vesturlandi. Veðrið virðist hafa leikið við Loga en hann deildi þessari fallegu mynd af fossunum á Instagram-síðu sinni.

https://www.instagram.com/p/CCUMf0egkqg/

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er líka búin að vera á ferð og flugi en hún gekk meðal annars að náttúruparadísinni Stórurð við Borgarfjörð Eystri. Þá slakaði hún líka á í Seljavallalaug og skoðaði Fjallsárlón.

https://www.instagram.com/p/CC9SLGUgU3r/

https://www.instagram.com/p/CC3pqjvAe1F/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði