Katrín Jakobsdóttir fór á fundaferð um Austurlandið. Katrín fór á opinn og fjörugan fund á Seyðisfirði, opið og skemmtilegt kaffispjall á Djúpavogi og fróðlega göngu um Höfn í Hornafirði.
https://www.facebook.com/VGKatrinJakobsdottir/posts/10157363739582727
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra virðist hafa farið nánast út um allt land. Hann deildi myndum frá Látrabjargi á Vestfjörðum, hann heimsótti Hellisfjörð og gekk upp á Lómagnúp á Suðurlandinu.
https://www.instagram.com/p/CDSCVEdgNwd/
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og landbúnaðarráðherra opnaði reiðbrú á Akureyri og fór síðan suður yfir Kjöl. Á leiðinni stoppaði hann í Kerlingarfjöllum og tók þessa mynd í miðnætursólinni.
https://www.facebook.com/sigurdingi/posts/3750052105009838
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skellti sér í Hafnarfjörðinn og fór á hestbak með systur sinni. Þá gerði hún sér líka ferð til Vestfjarða með fjölskyldunni þar sem meðal annars var komið við á Rauðasandi.
https://www.instagram.com/p/CAilAAOA54T/
Flokksbræðurnir og þingmennirnir Páll Magnússon og Brynjar Níelsson nutu sólarinnar saman á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru klæddir í stíl og fengu sér ís saman á Austurvelli.
https://www.facebook.com/jon.gunnarsson.58/posts/10217281961105271
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gerði sér ferð að Hraunfossum á Vesturlandi. Veðrið virðist hafa leikið við Loga en hann deildi þessari fallegu mynd af fossunum á Instagram-síðu sinni.
https://www.instagram.com/p/CCUMf0egkqg/
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er líka búin að vera á ferð og flugi en hún gekk meðal annars að náttúruparadísinni Stórurð við Borgarfjörð Eystri. Þá slakaði hún líka á í Seljavallalaug og skoðaði Fjallsárlón.
https://www.instagram.com/p/CC9SLGUgU3r/
https://www.instagram.com/p/CC3pqjvAe1F/