Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Rannveigu Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra, að það sé ánægjulegt að fólk notfæri sér lækkandi vaxtastig en það verði að gera ráð fyrir að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Fram hefur komið að „hlutlausir“ stýrivextir séu um 4,5% sem er 3,5 prósentustigum hærra en núverandi meginvextir bankans.
Morgunblaðið segir að samkvæmt útreikningum, sem það hefur látið taka saman, geti greiðslur af meðalhúsnæðisláni hækkað um 50% ef að stýrivextir myndu hækka í 4,5% og aðrir vextir til samræmis.