fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Afborganir húsnæðislána gætu hækkað um 50%

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 07:55

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef að stýrivextir Seðlabankans hækka aftur gætu greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum hækkað verulega. Sífellt fleiri kjósa að taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og á þetta við um þá sem eru að kaupa húsnæði og þá sem eru að endurfjármagna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Rannveigu Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra, að það sé ánægjulegt að fólk notfæri sér lækkandi vaxtastig en það verði að gera ráð fyrir að greiðslur geti hækkað umtalsvert.

Fram hefur komið að „hlutlausir“ stýrivextir séu um 4,5% sem er 3,5 prósentustigum hærra en núverandi meginvextir bankans.

Morgunblaðið segir að samkvæmt útreikningum, sem það hefur látið taka saman, geti greiðslur af meðalhúsnæðisláni hækkað um 50% ef að stýrivextir myndu hækka í 4,5% og aðrir vextir til samræmis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á