fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Hannes Hólmsteinn kemur Samherja til varnar – „Ég tel, að RÚV hafi farið offari í þessu máli, en eflaust á margt fleira eftir að koma í ljós“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. ágúst 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálafræðingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson telur ljóst að fréttaflutningur RÚV af Seðlabankamálinu hafi ekki byggt á skýrslu. Um sé að ræða Excel-skjal og því sé það rétt í málflutningi  Samherja um Seðlabankamálið að engin skýrsla hafi verið til í málinu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook sem hann birtir sem svar við gagnrýni Svavars Halldórssonar, fyrrverandi fréttamanns RÚV sem DV greindi frá fyrr í dag.

Svavar gagnrýndi myndband sem Samherji lét gera og birti á YouTube í gær þar sem ásakanir fyrirtækisins á hendur RÚV um ófaglega fréttamennsku eru ítrekaðar. Telur Svavar það engu máli skipta hvort skjal kallist skýrsla, minnisblað eða Excelskjal. Það eina sem skipti máli sé að umrætt skjal sé vissulega til og að upplýsingarnar í því séu stóra málið.

„Samherjamenn brjóta nánast allar reglur í blaðamennsku með þessum áróðri, en vilja láta svo líta út að þetta sé fréttamennska,“ sagði Svavar meðal annars. 

Sjá einnig: Svavar hraunar yfir Samherja:„Skrapar botn hins almenna velsæmis“

Sjá einnig: Samherji ekki af baki dottnir – Birta annað myndband og standa við ásakanir – „Þeir eru að búa til fréttir“

Samherji ekki fjölmiðill

Hannes Hólmsteinn bendir á að Samherji geti ekki brotið reglur í blaðamennsku þar sem fyrirtækið sé ekki fjölmiðill.

„Samherji er ekki fjölmiðill og hefur ekki skyldur fjölmiðla. Þetta er fyrirtæki, sem er að verja sig“

Hins vegar sé RÚV fjölmiðill, og það fjölmiðill í ríkiseigu og beri því ríkari skyldur en aðrir fjölmiðlar um að viðhafa vönduð vinnubrögð.

„RÚV hefur ekki aðeins venjulegar skyldur fjölmiðla, heldur ríkari skyldur, þar eð innheimt er af okkur áskrift að því, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það á að vera óhlutdrægt og vanda fréttaflutning sinn“

Excel-skjal ekki skýrsla

Eins telur Hannes grundvallarmun á fullunni skýrslu og Excel-skjali.

„Það er reginmunur á fullunninni skýrslu, sem farið hefur í viðurkennt ferli, og excel-vinnuskjali með tölum. Það var engin skýrsla til, og tölurnar segja ekki neitt, nema þær séu settar í samhengi. Þetta á ekki að þurfa að segja fyrrverandi fréttamanni (og maka fréttamanns á RÚV).“

Telur Hannes því ljóst að RÚV hafi ekki farið að reglum blaðamennskunnar.

„Ég tel, að RÚV hafi farið offari í þessu máli, en eflaust á margt fleira eftir að koma í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum