fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Gætu sölutryggt hlutafjárútboð Icelandair

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til greina kemur að sölutryggja hlutafjárútboð Icelandair og er það til skoðunar hjá félaginu að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Með sölutryggingu er átt við að samningur er gerður á milli fjármálafyrirtækis og útgefanda verðbréfa þar sem fjármálafyrirtækið skuldbindur sig til að kaupa þau hlutabréf sem seljast ekki í almennu útboði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að horft sé til að Íslandsbanki og Landsbanki muni sölutryggja útboðið.

Icelandair gerir ráð fyrir að selja nýja hluti fyrir 20 milljarða króna að nafnverði í útboðinu. Gengið verður ein króna á hlut. Ef umframeftirspurn verður mun stjórn félagsins hafa heimild til að auka hlutafé um allt að þrjá milljarða til viðbótar. Hámarksstærð útboðsins yrði því 23 milljarðar króna.

Haft er eftir Boga að hlutafjárútboðið muni ekki fela í sér neinar skuldbreytingar þar sem kröfum er breytt í hlutafé.

„Ef við berum okkur saman við flugfélög eins og Norwegian sem fór þá leið, þá var fyrst og fremst verið að breyta vanskilum eða óveðtryggðum skuldum í hlutafé. Við erum hvorki með vanskil né óveðtryggð skuldabréf, þannig að staða okkar gagnvart lánardrottnum var allt önnur en hjá Norwegian.“

Er haft eftir honum.

Hann sagði að áætlanir og hagræðingaraðgerðir geri Icelandair vel í stakk búið til að keppa á flugmarkaðinum. Sveigjanlegri kjarasamningar og aukið vinnuframlag áhafna, ásamt öðrum aðgerðum, lækki kostnað á hvern sætiskílómetra um tíu prósent til 2024 samkvæmt áætlunum félagsins. Launakostnaður verður 28 prósent af tekjum samanborið við 30 prósent 2018.

„Við gerum ráð fyrir ákveðnum verðlagshækkunum eins og verið hefur síðustu ár. Ef sú forsenda gengur eftir munu önnur félög einnig glíma við verðlagshækkanir. Með þeim aðgerðum sem við förum í verður félagið mjög samkeppnishæft á þeim markaði sem það starfar á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi