fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Bjarni segir ekki skynsamlegt að hækka atvinnuleysisbætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 20:19

Bjarni Benediktsson í Kastljósi. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Kastljós í kvöld að leyfður yrði hallarekstur ríkissjóðs um sinn. Hann sagði að ólíkt því sem gerðist í bankahruninu þá væri núna hvorki verið að skera niður í velferðarkerfinu né hækka skatta. „Við höfum svigrúm til að taka þetta högg á okkur og höfum áætlun sem gengur út á fjárfestingar og átak til að bæta ríkisrekstur, nota peningana betur, ásamt öflugum fjárfestingum í innviðum,“ sagði Bjarni og jafnframt það að þetta væri besta leiðin út úr vandanum sem samfélagið glímir núna við.

Bjarni segir að fjárlagagatinu yrði ekki lokað næstu árin. Hugað sé að skuldahlutföllum og það þurfi nýjan hagvöxt, ekki sé hægt að láta hagkerfið staðna. Segir hann að væntingar séu um einhvern hagvöxt á næsta ári en svo meira inn í framtíðina.

Barni segir að það komi til greina að lengja tímabil tekjutengdra bóta og hlutabótaleiðina en ekki sé skynsamlegt að hækka atvinnuleysisbætur. Laun neðst í launastiganum séu ekki nógu hvetjandi til að fara af bótum. „Það er bara mannlegt að ef þú átt rétt til þess að fá bætur í langan tíma að það þurfi að vera hvati til að stíga skrefið inn á vinnumarkaðinn, þannig að þér líði þannig að þá sértu kominn í öryggi,“ sagði Bjarni.

Bjarni varði hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærum. Þetta væri skrefið sem þyrfti að stíga núna. Varðandi þau ummæli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að við þyrftum að búa við þetta fyrirkomulag, tvöfalda skimun og 5-6 daga sóttkví, í marga mánuði, þá sagði Bjarni að enginn gæti spáð marga mánuði fram í tímann núna. Bjarni sagði að ákvörðunin um að auðvelda komur til landsins og hefja skimun á landamærum þann 15. júní síðastliðinn hefði verið hárrétt ákvörðun á sínum tíma.

Bjarni varði þá ákvörðun að ríkið taki þátt í endurreisn Icelandair með ríkisábyrgð og lánalínum. Hann telji annað óábyrgt í stöðunni. „Við erum ekki fyrst inn þarna heldur síðust, eftir að trúverðugar áætlanir eru komnar fram,“ sagði Bjarni og vísaði til þess að stórir fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðirnir, ætla að taka þátt í endurreisn flugfélagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur