fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Jóhannes ómyrkur í máli og segir umræðuna fáránlega- „Ferðaþjónustan er ekki einhverjir nokkrir gráðugir karlar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, er óánægður með þá gagnrýni sem ferðaþjónustan hefur hlotið síðustu vikur. Ekki sé um að ræða einhverja ríka hagsmunaaðila sem eigi allt sitt undir opnum landamærum heldur heila atvinnugrein sem samanstandi af 25 þúsund venjulegum Íslendingum sem standi nú frammi fyrir gífurlegu áfalli með tilheyrandi uppsögnum, gjaldþroti og atvinnuleysi.

Þetta kom fram í Ísland vaknar hjá K100 í dag.

Sumarið gekk vonum framar

„Lengi má manninn reyna,“ sagði Jóhannes um þá stöðu sem ferðaþjónustan á Íslandi stendur nú frammi fyrir.

Þó svo sumarið hafi gengið vonum framar þá hafi vonir ekki verið ýkja háar vegna heimsfaraldurs COVID-19

„Ég held að þetta sé nú búið í rauninni að vera heldur skárra í sumar en kannski flestir áttu von á. En þó að við höfum talað um að það hafi gengið betur en von var á, þá er það þannig að þegar von er á engu þá eru 20 prósent bara helvíti gott.“

Hins vegar hafi harðari takmarkanir á landamærum landsins sett strik í reikninginn.

Eltingaleikur fjölmiðla

Jóhannes benti á það á Facebook í gær að fjölmiðlar ættu heldur að eyða tíma sínum að fjalla um þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í ferðaþjónustu landsins, fremur en að velta sér upp úr að ráðherra hafi mögulega ekki gætt að tveggja metra reglu.

„Ef ég mætti óska mér hvað fjölmiðlar landsins fengjust við á morgun væri það minni eltingaleikur við hvað þessi eða hinn hefði verið í margra metra fjarlægð frá öðru fólki og í staðinn t.d. viðtal við hótelhaldarann á landsbyggðinni nú er að segja upp 50 manns í litlu samfélagi, nú eða umfjöllun um afþreyingarfyrirtækið sem þarf að segja upp öllum leiðsögumönnum með margra ára reynslu, eða kannski nokkra dálksentimetra um litla gistiheimilið á Suðurlandi sem hefur fengið afbókanir á 80 gistinóttum á 16 klukkutímum.“

Er þetta stærsta málið í samfélaginu ? 

Ísland vaknar hafði samband við Jóhannes vegna þessarar færslu og spurði út í þessa gagnrýni.

„Maður svona veltir fyrir sér hvers vegna eru birtar -ja ég veit ekki hvað þær voru margar- gríðarlegur fjöldi frétta um einhvers konar fjarlægðartakmörk sem einhver hafði klikkað á. Ég vil nú ekki gera lítið úr því, við eigum öll að passa okkur á því en þegar forsætisráðherra mætir í Kastljós þá finnst mér að það séu nú kannski stærri mál sem þarf að ræða akkúrat núna“

Frekar ætti athygli forsætisráðherra að beinast að þeim fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nú þurfa að grípa til uppsagna, loka fyrirtækjum og standa jafnvel frammi fyrir því að missa húsnæði sín.

„Ég hefði gjarnan viljað sjá að menn horfi svolítið í kringum sig og fjalli um það sem er í logandi eldi hér um allt land“

Ekki nokkrir gráðugir karlar

Jóhannesi þykir það ómaklegt að ferðaþjónustunni hafi undanfarnar vikur verið stillt upp gegn hagsmunum samfélagsins. En gagnrýni síðustu vikna hefur beinst gegn því að með opnum landamærum sé verið að fórna hagsmunum og heilsu samfélagsins í heild fyrir minni hagsmuni ferðaþjónustunnar.

„Það er ekki þannig að ferðaþjónustan séu einhverjir nokkrir gráðugir karlar sem sitja í fyrirtækjum og hirða allt gull sem á vegi þeirra verður og  hafi engin tengsl við samfélagið. Ferðaþjónustan er ekkert annað en 25.000 venjulegir Íslendingar sem hafa af henni atvinnu og það er ferðaþjónustan. Þetta er bara atvinnugrein.“

Bendir Jóhannes á að hagsmunir ferðaþjónustunnar og hagsmunir samfélagsins í heild séu nátengdir. Með því að kippa stoðunum undan ferðaþjónustunni sé verið að skaða allt samfélagið. Innan ferðaþjónustunnar starfi einstaklingar með börn á framfæri og sjái nú fram á erfiða tíma á atvinnuleysisskrá.

„Að segja upp  50 manns í litlu samfélagi það er bara gríðarlegt högg. Þetta er stærra högg heldur en það var sagt upp 300 manns á Akranesi og það varð allt vitlaust í samfélaginu. Svona bara til að bera saman, ég er ekki að gera lítið úr því, en bara til að vekja fólk aðeins til umhugsunar um hvað það er sem er að gerast“

Þess vegna hafi gagnrýnin á ferðaþjónustuna verið ómaklega.

„Hún er bara algjörlega fáránleg vegna þess að við þurfum atvinnulíf sem funkerar saman“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur