Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var harðlega gagnrýnd um helgina fyrir meint brot gegn tveggja metra reglu almannavarna er hún gerði sér dagamun með vinkonum sínum.
Birti Þórdís sem og vinkonur hennar myndir frá hittingnum og ráku þá margir upp stór augu því þessi stóri vinahópur virtist ekki gæta þess að hafa tvo metra sín á milli.
Málið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þar var gagnrýnt að ráðherra færi ekki eftir sóttvarnarviðmiðum á meðan aðrir bentu á að tveggja metra reglan komi ekki í veg fyrir að nánir geti komið saman með minna en tvo metra sín á milli. Síðarnefndi skilningur á inntaki tveggja metra reglunnar var þó staðfestur á fundi almannavarna vegna COVID-19 í dag.
„Síðasta auglýsing um tveggja metra regluna tekur kannski ekki á öllum sem deila heimili heldur setur kröfur á rekstraraðila að tryggja að hver og einn geti fengið sína tvo metra,“ sagði Þórólfur. Hann tók fram að hans persónulega mat væri að Þórdís hefði betur mátt gæta að tveggja metra reglunni en reglunni sé þó fyrst og fremst ætlað að gilda gagnvart ókunnugum og það sé undir hverjum og einum komið hvernig hvort þeir fari í heimsóknir eða út að borða með vinum.
Bæði Víðir og Þórólfur nefndu einnig að Íslendingar verði að hafa umburðarlyndi hver gegn öðrum og gagnrýni verði að vera málefnaleg og hófleg með ekki of miklum upphrópunum. Allir þurfi þó að gæta sín og vera tilbúnir að taka gagnrýni.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson hafa bæði látið til sín taka í borgarmálefnum og eru almennt ágætis vinir, en þegar kemur að málefni Þórdísar og vinkonuhittingsins eru þau ósammála. Kristín gagnrýnir framferðið harðlega og kallar það vítavert ábyrgðarleysi á meðan Gísli bendir á að tveggja metra reglan girði ekki fyrir samkomur vinahópa.
Þetta finnst mér vítavert ábyrgðarleysi. Það eru engir forréttindahópar í heimsfaraldri. Reglurnar gilda um okkur öll. Alltaf. https://t.co/ZSuO2NTlg4
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) August 16, 2020
Ég er hjartanlega ósammála. Þú mátt bjóða vinkonum þínum heim til þín í mat, og þú mátt hitta þær á veitingastað. Það hefur margsinns komið fram. Fólk á auðvitað að passa sig og þeir sem vilja halda fjarlægð gera það eða jafnvel einangra sig. En fólk vegur og metur það sjálft.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 16, 2020
2ja metra reglan (núna 1-2 metra regla, og gildir td ekki í strætó nema ferðin sé lengri en 30 mín) er vægast sagt ruglingsleg. Meginreglan er þó að fólk passi sig, velji sér hópa sem það vill umgangast. Það er ekki bundið við heimilisfólk. Í bústað með vinum, þótti td í lagi.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 16, 2020
Ég er ekki að hvetja til kæruleysis. En 2ja m reglan gengur útá að fólk sýni skynsemi, staðir tryggi að hægt sé að hafa bil á milli ótengdra aðila osfrv. En það að hneykslast á því að einhverjir vinir eða fjölskylda sitji saman eða klaga fólk sem sést faðmast útá götu er vont.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 16, 2020
Er þetta ekki frekar skýrt í reglugerðinni? Staðurinn á að tryggja að aðstaðan bjóði upp á 2 metra fjarlægðarmörk. Síðan væntanlega einstaklinganna sjálfra að vita hvort þeir deili heimili eða ekki. pic.twitter.com/Dbg0IBA7wP
— Andrés Ingi (@andresingi) August 16, 2020
Ég hef farið eftir þessu í einu og öllu. Hélt barnaafmæli með 2m milli mismunandi ömmu og afa. Ekki vegna þess að mig langaði til þess, eða vegna þess að ég sé eitthvað sérstaklega smeykur. Bara að fylgja reglum. Er eitthvað smátt letur sem ég missti af? Er ég í ruglinu? pic.twitter.com/ubxk8NbRH1
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) August 16, 2020
Ó gleðin við það að manneskja í àbyrðgarstöðu hugsar mögulega ekki hlutina til enda og knúsar vinkonur sínar. Mitt heimili á allt undir veirufríu landi. Opnum skólum og bissness. En plís þetta er ógeðslegt.
— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) August 16, 2020
Meðan ég var að fresta veislu í gær vegna sóttvarnareglna, var ráðherra að brjóta sóttvarnareglur: https://t.co/wEdQdq2oOD
— Erlendur (@erlendur) August 16, 2020
Ég ætla að vera leiðinlegi gaurinn og fullyrða að ef þetta væri ekki Þórdís heldur einhver karl væri öllum alveg sama https://t.co/CBOJvpfiZh
— BryndisLilja (@LiljaBryndis) August 16, 2020
Við erum sum Almannavarnir
— Halldór Högurður (@hogurdur) August 17, 2020
Þarna er komin í gang mikil upplýsingaóreiða, óljóst hvað þessi tveggja metra regla þýðir núna og hversu mikið megi beygja hana. Sammála því að það snýst í raun minnst um ráðherrann en hún er samt lítið að hjálpa til sjálf.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 16, 2020
Það er fullkomlega skiljanlegt og mannlegt að það sé ekki alltaf farið alveg eftir reglum. Það er hins vegar mjög vont þegar þau skilaboð koma frá fólkinu sem setur reglurnar að slíkt sé ekki frávik heldur venja. Vonandi verða reglurnar áréttaðar á upplýsingafundinum á eftir.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 17, 2020
ég hef ekki verið með þetta upp á 100% og dæmi ekki fólk fyrir að gera mistök. En viðbrögðin eru allt annað mál og ráðherrann fær algjöra falleinkunn fyrir þau.
— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) August 16, 2020
Mér finnst Þórdís Kolbrún aðalega hafa sýnt fram á gífurlegt sjálfstæði með að lita ekki á sér hárið pic.twitter.com/2FjD7TZgif
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 16, 2020
Ég fæ það ekki af mér að fordæma fólk fyrir að vera hamingjusamt svo ég ætla ekkert að ráðast á ráðherran með fjögur nöfnin.
En því verður ekki neitað að þetta er ógeðslega fyndin ljósmynd https://t.co/DBtKVdZoUt
— Þorsteinn Vilhjálmss (@kirjalax) August 16, 2020
Þvílíkur hroki í ráðherra, mætir á djammið með fullt af ljóskum til að gefa í skyn yfirburða greind sína pic.twitter.com/reDTXAt6P5
— Tómas Þóroddsson (@tommithorodds) August 16, 2020
Var ferðamálaráðherrann í kostaðri auglýsingu? https://t.co/UUWAiv8EN3
— Snæbjörn (@artybjorn) August 16, 2020
Ein instagrammyndin af vinkonuhittingi ráðherra merkt samstarf við Icelandairhotel. Ekki fylgir sögu hvort hún borgaði sjálf fyrir sitt dekur & bröns en í sumum öðrum löndum væri það saga til næsta bæjar ef ferðamálráðherra færi í dekur í boði einnar stærstu hótelkeðju landsins
— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) August 16, 2020
Munum bara að „þetta veltur á okkur“ og það er „okkar eigin hegðun“ sem ræður úrslitum í baráttunni við veiruna. pic.twitter.com/ulO8x90M3G
— Jóhann Páll (@JPJohannsson) August 16, 2020
fólk rosa hissa en þríeykið löngu búið að þetta fyrir 🤔 pic.twitter.com/gOo9A0n4c6
— Atli Fannar (@atlifannar) August 16, 2020
Ó gleðin við það að manneskja í àbyrðgarstöðu hugsar mögulega ekki hlutina til enda og knúsar vinkonur sínar. Mitt heimili á allt undir veirufríu landi. Opnum skólum og bissness. En plís þetta er ógeðslegt.
— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) August 16, 2020
Það má kannski túlka þetta eins og ég sé yfir mig hneykslaður á Þórdísi Kolbrúnu. Er það ekki. Held að flestir séu að reyna vanda sig en þetta er flókinn veruleiki sem við búum og auðvelt að benda á mistök annarra en gleyma öllum skiptunum sem maður beygði reglurnar sjálfur.
— gunnare (@gunnare) August 16, 2020
Þetta fíaskó með vinkonuhitting ráðherra er það íslenskasta sem ég hef séð lengi.
A) Að finnast í lagi að gera þetta bara svona einusinni.
B) Að hneykslast yfir þessu á netinu og dæma.— Bjarni Magnusson (@Bjaddni) August 16, 2020
Var því samt einhvern tímann haldið fram að fólk mætti ekki djamma? Ég skildi það frekar sem svo að fólk væri ekki að fara nógu varlega á djamminu…
— Viktor Valgarðsson (@viktor888) August 16, 2020