fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Auðvelt að komast upp með svindl á Íslandi -„Spilling er víða, líka hérna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 11:26

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það einfalt að komast upp með svindl á Íslandi, stafi það að miklu sökum skorts á gagnsæi.  Þetta kemur fram í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Engar mútur segir Þorsteinn Már. Óheppinn með starfsfólk. Þetta voru bara einhverjar greiðslur til ráðgjafa. Líklega líka greiðslurnar sem voru greiddar beint inn á persónulega reikninga ráðamanna“

Veltir Börn Leví því upp hvort þjóðin hafi átt að búast við öðru en að Þorsteinn neiti sök. „Myndum við búast við því að fólk myndi bara gangast við sök og játa?“ Björn veltir því fyrir sér hvort hinn almenni borgari myndi gangast við sök í slíku máli og ef almennt sé gengið út frá því að fólk eigi að gangast við sök, hvers vegna sé það umborið að fólk í valdastöðum sé undanþægt því viðmiði.

Björn segir mörg hafa komið upp í þjóðfélaginu á undanförnum árum þar sem upp kemst um eitthvað vafasamt. Oft hafi fallið dómur en í sumum tilvikum virðist sem málið sé aldrei rannsakað, eða rannsakað og lokið án þess að almenningur sé upplýstur um hvernig rannsókninni lauk.

Upplýsingar Verðlagsstofu um sölu afla á markaði varð undirstaða Seðlabankamálsins svokallaða þar sem Samherji voru sakaðir um að selja karfa á undirverði. Ekki kom þó til þess að málið fengi efnisúrlausn dómstóla vegna ágalla.

„Þetta er nokkuð sem við eigum í vandræðum með hérna á Íslandi. Upplýsingar um sölu afla á markaði, eða fram hjá markaði, eru ófáanlegar nema í gegnum einhverja verðlagsstofu sem virðist þurfa að virða trúnað um þær upplýsingar. Þrátt fyrir að upplýsingarnar séu grundvallaratriði í launaútreikningum sjómanna.“

Samkvæmt kröfum samtímans um gagnsæi ættu ofangreindar upplýsingar að vera aðgengilegar öllum. En staðreyndin er sú að við höfum ekki aðgang að mikið af þeim upplýsingum sem með réttu ættu að vera opinberar.

„Við Íslendingar þurfum að horfa vel í spegil og spyrja okkur hvort við viljum að fólk sem svindlar geti svo auðveldlega komist upp með það. Að það sé í raun bara að segja „nei, ég var óheppinn með starfsmann“ eða „þetta var bara kaup á ráðgjöf“ þrátt fyrir gríðarlega augljósa pappírsslóð sem segir allt aðra sögu samkvæmt heilbrigðri skynsemi og samkvæmt sérfræðingum í gagnsæi og að upplýsa spillingu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur