fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Hundrað milljón handþvottar – Biðlar til Heilbrigðisráðherra að breyta sóttvarnaráherslum

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 17:00

Unnþór Jónsson er áhugamaður um Covid-19. Mynd/samsett/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sú vísa að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum verður líklegast aldrei of oft kveðin, enda er það öflugasta vörnin sem við höfum í baráttunni við COVID-19 heimsfaraldurinn. Það skiptir þó máli hvaða vörn vísan fjallar um því ekki eru allar smitvarnir jafn mikilvægar.“ Í skoðanapistli sem birtist á Vísi í morgun reifar Unnþór Jónsson „kóviti“ smitvarnir á Íslandi.

Unnþór Jónsson er ekki sérfræðingur í faraldsfræði eða öðrum heilbrigðisvísindum. Hann hefur hins vegar kynnt sér skoðanir sérfræðinga á þessum sviðum og telur þau sjónarhorn ekki verið nægilega mikið í umræðunni þegar kemur að sóttvörnum hér á landi.

Dropa og snertismit

Þann 11. mars síðastliðinn sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi Almannavarna „að dropa- og snertismit væru smitleiðir númer eitt, tvö og þrjú.“ Vísindamenn telja einnig að veiran geti borist á milli manna með úðasmiti sem einnig hefur verið kallað loftsmit. Talið er að snertismit orsaki minnihluta smita.

Útbreiðslan aðallega með hópsmitum

„Bent hefur verið á að ástæða þess að snertismit spilar ekki jafn stórt hlutverk og dropasmit er sú að útbreiðsla COVID-19 gerist aðallega með hópsmitum (super spreader events).“ Bendir höfundur á að ef rýnt er í gögn um hópsmit má sjá nokkur mynstur. Í fyrsta lagi hafa nær öll hópsmit átt sér stað í lokuðu rými og eru hópsmit utandyra sjaldgæf. Ljóst er að mörg hópsmit eiga það sameiginlegt að hafa gerst í rými með lélegri loftræstingu.

Annar áhættuþáttur hópsmita er mannþröng og þriðji áhættuþátturinn er návígi, sérstaklega þar sem fólk á í miklum samskiptum, eins og samtöl og söngur. „Ástæða þess að tiltölulega fá smit hafa greinst í almenningssamgöngum gæti meðal annars stafað af því að þar ríkir oftast þögn, en samtal og söngur dreifir veirunni talsvert meira heldur en bara andardrátturinn.“

Forðumst LMN

Með pistli sínum vill Unnþór ná til stjórnvalda og bendir hann á aðferðir Japana.

„Þar er fólk hvatt til þess að Avoid the Three C’s, þ.e. að forðast lokuð rými (closed spaces), mannþröng (crowded places) og návígi (close-contact settings). Hafa skilaboðin verið talin það skýr og árangursrík að önnur lönd og stofnanir hafa tekið upp sambærileg skilaboð, þ. á. m. WHO.“

Bendir Unnþór jafnframt á að almenningur verði ekki meðvitaður um áhættuþættina þrjá nema gerð verði grein fyrir þeim á skýran og skipulegan hátt líkt og hefur verið gert með handþvott og tveggja metra regluna.

Unnþór tók málin í sínar hendur og þýddi upplýsingamynd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir á íslensku og gefur hann hverjum sem hefur áhuga á leyfi til að deila henni.

Mynd/aðsend

Það sem við höfum lært

Á þessu rúma hálfa ári sem veiran hefur verið í samfélagi okkar höfum við lært margt. Þar nefnir Unnþór í fyrsta lagi að snertismit eru ekki jafn algeng smitleið og við héldum í fyrstu. Í öðru lagi að veira dreifist aðallega með hópsmitum. Í þriðja lagi að hættan á hópsmiti eykst við tilteknar aðstæður og þá helst þar sem mikill fjöldi manns safnast saman í lokuðum rýmum og á í nánum samskiptum.

Að lokum biðlar Unnþór af auðmýkt til heilbrigðisráðherra og annarra heilbrigðisyfirvalda, á borð við Landlækni og Almannavarnir, að skoða hvort ekki sé þörf á örlítið breyttum sóttvarnaráherslum. „Í það minnsta þurfum við að horfast í auga við það að hundrað milljón handþvottar munu ekki leggja COVID-19 að velli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“