fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Furðuleg afstaða að vilja loka landinu á ný

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 09:48

Hörður Ægisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, viðskiptaritstóri Fréttablaðsins, undrar sig á afstöðu þeirra hagfræðinga sem telja skynsamlegt að loka landinu á ný. Hörður telur COVID-19 tilfelli í seinni bylgjunni vera fá og ekki gefa tilefni til harkalegra aðgerða. Hagnaðurinn af því að halda landinu opnu sé langt umfram þau vandamál sem veiran skapar. Þetta kemur fram í leiðara Fréttablaðsins í dag:

„Sumir hagfræðingar hafa reiknað sig niður á þá niðurstöðu að það sé efnahagslega skynsamlegt að hafa landið í reynd lokað. Það eru furðuleg rök. Látum liggja milli hluta þá staðreynd að aðeins um 40 tilfelli af virku smiti hafa greinst við landamærin í um 90 þúsund teknum sýnum sem er í samræmi við málflutning sóttvarnalæknis um að erlendum ferðamönnum fylgi lítil áhætta. Að hafa landið opið, með ákveðnum varúðarráðstöfunum, er afar mikils virði og skiptir ekki aðeins máli gagnvart hagsmunum ferðaþjónustunnar heldur einnig fyrir aðrar tengdar atvinnugreinar – og þá um leið lífsviðurværi þúsunda fjölskyldna sem að öðrum kosti horfa upp á atvinnuleysi og gríðarlegan tekjumissi. Það er ekki léttvægt mál.“

Hörður segir Íslendingum hafa tekist vel upp við með þær sóttvarnaaðgerðir sem beitt hefur verið. Engin ástæða sé til að herða aðgerðir á landamærum enda hafi fáir ferðamenn reynst smitaðir. Á hinn bóginn verði að sýna þeim skilning og nærgætni sem þjáist af kvíða vegna ástandsins. Hins vegar eigi ekki að koma til greina að slökkva og kveikja á samfélaginu á víxl. Skerðingar á starfsemi fyrirtækja og athafnafrelsi fólks hafi skaðlegri langtímaafleiðingar en sjálfur faraldurinn:

„Margir eru með kvíða og ótta vegna ástandsins, meiri en kannski efni standa til miðað við hættuna. Sýna verður því fólki skilning, ekki síst með því að ala ekki að óþörfu á hræðsluáróðri, en sjónarmið þeirra eiga ekki að ráða för við ákvarðanir stjórnvalda. Það á ekki að vera valkostur að kveikja og slökkva á samfélaginu á víxl hér næstu misserin þrátt fyrir að veiran muni birtast af og til. Hún er ekkert á förum. Þau skilaboð þurfa að heyrast meira og skýrar frá stjórnvöldum. Víðtækar skerðingar, hvort sem er á ferðafrelsi eða starfsemi fyrirtækja, hafa skaðlegar afleiðingar til lengri tíma fyrir heilsu og líðan fólks með auknu atvinnuleysi og fátækt. Sóttvarnasjónarmið hafa skiljanlega verið í forgrunni en það er ekki síður mikilvægt að horfa til efnahags- og félagslegra sjónarmiða.“

Í lok greinar sinnar brýnir Hörður okkur til að láta óttann ekki ná tökum á okkur:

„Við megum ekki stjórnast af óttanum einum þannig að viðbrögðin fari að valda meiri skaða en veiran sjálf.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“