Fréttablaðið skýrir frá þessu og vísar í tölur um greiðslumiðlun sem Seðlabankinn birti í gær. Eins og við var búist dróst velta erlendra korta gríðarlega mikið saman það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var heildarvelta erlendra greiðslukorta 47,5 milljarðar króna en á sama tíma í fyrra var hún 138,7 milljarðar.
Tölurnar eru ekki leiðréttar fyrir verðbólgu en hún hefur verið óveruleg á tímabilinu.
Einkaneysla Íslendinga hefur hins vegar ekki dregist eins mikið saman og sumir óttuðust jafnvel. Rétt er að hafa í huga að mörgum stöðum, þar sem hluti einkaneyslunnar fer fram, var lokað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og má þar nefna veitingastaði, bari og hárgreiðslu- og snyrtistofum.
Á fyrstu sjö mánuðum ársins kortavelta Íslendinga 504 milljarðar króna en á sama tíma í fyrra var veltan 501 milljarður.
Í heildina var heildarvelta innlendra og erlendra greiðslukorta hér á landi 551 milljarður það sem af er ári en á sama tíma í fyrra var hún 640 milljarðar.