fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins tjáði sig aðeins um þátt Samherja um seðlabankamálið svokallaða, sem birtist á Youtube-rás fyrirtækisins í gær. Í pistli Gunnars í Morgunblaðinu segist hann hafa ákveðið að „fella ekki dóma“ fyrr en málið yrði rannsakað, ákært eða jafnvel dæmt í því. Hann segist ætla að halda í sömu viðbrögð vegna myndbands Samherja, sem að varðar „aðför“ ríkisútvarpsins að fyrirtækinu.

„Mörg­um er mikið niðri fyr­ir vegna mynd­bands Sam­herja hf. þar sem aðför Seðlabank­ans og mögu­lega Rík­is­út­varps­ins er sett í nýtt ljós. Þegar meint­ar mútu­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu komust í há­mæli sagði ég að ég ætlaði ekki að fella dóma fyrr en málið væri rann­sakað, mögu­lega ákært og dæmt í því. Sama ætla ég að gera varðandi Rík­is­út­varpið og þátt frétta­manns þess í aðför Seðlabank­ans að fyr­ir­tæk­inu sem bank­inn varð á end­an­um að at­hlægi fyr­ir. Ég ætla ekki að dæma um­rædd­an frétta­mann fyrr en allt er komið fram. Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá vegna kvört­un­ar hans yfir því að upp­tak­an með hon­um sé „sund­urklippt“.“

Líkt og kemur fram hér að ofan ræðir Gunnar Bragi blaðamanninn Helga Seljan, sem hann segist ekki ætla að dæma, þó hann glotti vegna „kvörtunar“ hans. Þar á Gunnar við um svar Helga við ásökunum Samherja, þar sem að segir:

„Það er ekki bara rangt, heldur einkar bíræfið hvernig því er haldið fram í „þætti“ Samherja að umrætt skjal hafi verið falsað. Raunar kallast þessar kenningar þeirra á í myndbandinu. Það er ýmist sagt falsað, eða því breytt. Hvort tveggja er rangt. Sundurklippt ummæli um að átt hafi verið við skjalið, vísa eingöngu til þess að áður en það var birt voru persónugreinanlegar upplýsingar, sem hefðu getað vísað á heimildarmann, afmáðar af því.“

Gunnar Bragi vitnar þá í ónefndan fjölmiðla-vin sinn sem að segir að hlutverk blaðamanna sé að segja fréttir frekar en að búa til fréttir. Gunnar fullyrðir ekki að honum þyki Helgi vera að búa til frétt, hann segir að það muni koma í ljós. Hann segir þó að slíkt hafi áður gerst.

„Góður vin­ur minn sem unnið hef­ur á fjöl­miðlum lengi sagði eitt sinn að blaðamenn (frétta­menn) ættu ekki að búa til frétt­ir held­ur segja frétt­ir. Nú hef ég ekki hug­mynd um hvort starfsmaður Rík­is­út­varps­ins var að búa til frétt eða ekki, það mun koma í ljós en það hef­ur vit­an­lega gerst að blaðamenn hafi búið til frétt­ir. Þegar mót­mæl­in stóðu sem hæst í hrun­inu bað fréttamaður Rík­is­út­varps­ins mót­mæl­end­ur að end­ur­taka ákveðinn gjörn­ing svo hann næðist í mynd. Blaðamaður Frétta­blaðsins skrifaði eitt sinn langa „frétt“ um Alþingi sem reynd­ist svo allt sam­an „henn­ar til­finn­ing“. Fleira mætti nefna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur