fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Erfiður leigumarkaður fyrir skrifstofuhúsnæði í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 08:00

Landsbankareiturinn við Austurhöfn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum mun framboð af skrifstofuhúsnæði í miðborginni aukast verulega. Á næstu þremur árum gætu 44 þúsund fermetrar bæst við. Flutningur Landsbankans verður stór biti sem erfitt gæti orðið fyrir markaðinn að kyngja.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkvæmt samantekt Markaðarins gætu 44 þúsund fermetrar bæst við á næstu þremur árum.

„Ef við tökum fyrir skrifstofuhúsnæði þá er ljóst að það er mikið framboð að fara að koma inn á markaðinn.“

Er haft eftir Þresti Þórhallssyni, fasteignasala hjá Mikluborg.

Verslunarhúsnæði í miðborginni hefur gefið eftir og víða á Laugaveginum eru tómir verslunargluggar eins og vegfarendur geta séð.

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans eiga stóran hlut að máli hvað varðar aukið framboð. Í nýju höfuðstöðvunum við Austurhöfn fer bankinn í um 10 þúsund fermetrar en við flutninginn losnar bankinn úr 21 þúsund fermetra skrifstofurými.  Bankinn hyggst einnig leigja út eða selja frá sér 6.500 fermetra.

Markaðurinn hefur eftir Garðari Hannesi Friðjónssyni, forstjóra Eikar fasteignafélags, að það þurfi að gera skýran greinarmun á skrifstofuhúsnæði í miðborginni og annars staðar. Í heildina sé markaðurinn í góðu standi en eigi undir högg að sækja í miðborginni.

„Þróunin í miðbænum hefur ekki verið góð að vissu leyti. Fólk hefur kvartað yfir framkvæmdum, aðgengi, skorti á bílastæðum og miklum kostnaði við að leggja í miðbænum. Þetta hefur leitt af sér töluverðan flótta úr miðbænum.“

Er haft eftir Garðari sem sagðist þó bjartsýnn á stöðuna til langs tíma litið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa