fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

„Þetta „gleymist“ alfarið í umfjöllun Fréttablaðsins og Morgunblaðsins um málið.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, sem og í umfjöllun Morgunblaðsins undanfarið um málefni Samherja, hafi það gleymst að stórfyrirtækið var í reynd ekki sýknað af ásökunum í Seðlabankamálinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Helgu.

Helga Vala kveðst ánægð með afdráttarlausan stuðning RÚV við fréttamanninn Helga Seljan sem borinn var þungum sökum í nýjum þætti Samherja um Seðlabankamálið sem birtist á RÚV í dag. Þar var það gert að umfjöllun að rannsókn Seðlabankans á Samherja hefði grundvallast á gögnum sem Helgi Seljan hefði átt við eða falsað. RÚV hafnar alfarið þessum ásökunum.

Hins vegar vill Helga Vala einnig minna á að ástæða þess að Samherji var ekki sakfelldur fyrir brot gegn gjaldeyrislögum var ekki sú að enginn fótur hafi reynst fyrir ásökununum.

Ég minni lesendur á að Hæstiréttur sýknaði ekki Samherja af ásökunum heldur snerist niðurstaðan um lagatæknileg atriði. Galla við lagasetningu og það að Seðlabankinn hafði, eftir að hafa sent málið til sérstaks saksóknara, lýst því yfir við Samherja að bankinn hefði ekki mál Samherja til meðferðar hjá sér lengur.

Þegar saksóknari benti á að lagastoð skorti til álagningu sektar vegna brotanna, vegna mistaka við lagasetningu, og sagði þeim að bankinn þyrfti að beita stjórnvaldsákvörðun í staðinn, þá var það óheimilt þar sem bankinn hafði lýst því yfir að málið væri ekki hjá þeim heldur saksóknara.

Um þetta snýst þessi dómur,[…] Þetta „gleymist“ alfarið í umfjöllun fréttablaðsins og morgunblaðsins um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið