fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum 2012 til 2018 töpuðu dótturfélög Samherja í Namibíu tæplega einum milljarði króna. Þetta kemur fram í reikningsskilum sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að og fjallar um í dag.

Fram kemur að rekstrartekjur dótturfélaga Samherja í Namibíu hafi numið 41,1 milljarði króna og rekstrarkostnaðurinn verið 38,9 milljarðar. Þegar tillit hefur verið tekið til afskrifta, fjármagnsgjalda, tekjuskatts og fleira var afkoma félaganna neikvæð á tímabilinu.

Morgunblaðið hefur eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja, að tölurnar staðfesti að fullyrðingar, sem fram hafa komið um arðrán fyrirtækisins í Namibíu, eigi ekki við rök að styðjast. Umsvif félagsins hafi skilað miklum fjármunum inn í samfélagið.

„Uppgjörið sýnir að ekki er fótur fyrir þeim alvarlegu ásökunum. Ásökun um arðrán í Namibíu var mjög þungbær fyrir stjórnendur Samherja. Tölurnar sýna hins vegar að greiðslur til namibískra aðila á tímabilinu námu rúmlega 21 milljarði króna á gengi dagsins í dag.“

Er haft eftir Björgólfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?