Fram kemur að rekstrartekjur dótturfélaga Samherja í Namibíu hafi numið 41,1 milljarði króna og rekstrarkostnaðurinn verið 38,9 milljarðar. Þegar tillit hefur verið tekið til afskrifta, fjármagnsgjalda, tekjuskatts og fleira var afkoma félaganna neikvæð á tímabilinu.
Morgunblaðið hefur eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja, að tölurnar staðfesti að fullyrðingar, sem fram hafa komið um arðrán fyrirtækisins í Namibíu, eigi ekki við rök að styðjast. Umsvif félagsins hafi skilað miklum fjármunum inn í samfélagið.
„Uppgjörið sýnir að ekki er fótur fyrir þeim alvarlegu ásökunum. Ásökun um arðrán í Namibíu var mjög þungbær fyrir stjórnendur Samherja. Tölurnar sýna hins vegar að greiðslur til namibískra aðila á tímabilinu námu rúmlega 21 milljarði króna á gengi dagsins í dag.“
Er haft eftir Björgólfi.