fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Gunnar Bragi hraunar yfir Sjálfstæðisflokkinn – Segir stjórnarsamstarfið við VG vera sneypuför

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 13:01

Gunnar Bragi Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og VG, í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hann flokkinn vera methafa í því að segja eitt og gera annað.

„Merkilegt verður að teljast að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vilja framlengja þessa sneypuför sína sem ríkisstjórnarsamstarfið við Vinstri græn hefur reynst þeim flokki,“ segir Gunnar, í samhengi við þá ákvörðun ríkisstjórnar að efna til kosninga haustið 2021 en ekki um vorið.

Gunnar segir merkilegt hvað lítið beri á milli VG og Sjálfstæðisflokksins og gerir því skóna að stefna Sjálfstæðisflokksins um gildi einstaklingsfrelsisins og viðskiptafrelsis sé orðin tóm. Gunnar skrifar:

„Munurinn á Sjálfstæðisflokknum og vinstri flokkunum er ekki merkilegur og oft erfitt að átta sig á fyrir hvaða stjórnmálaflokk ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru að tala enda virðist mér sem samfélagsleg sýn þessa ágæta fólks í ríkisstjórninni fari saman. Menn reyna svo sem aðsprikla og tala með gamla laginu þótt fáir taki mark á því líkt og fram kom í viðtali við varaformann fjárlaganefndar í Morgunblaðinu í gær. Magnað að lesa það að nú skuli sko tekið til á Landspítalanum og hann fái ekki aukið fjármagt og þurfi að forgangsraða! Man einhver eftir því að hafa heyrt þetta áður? Munum saman að þegar fjárlög ársins 2021 verða samþykkt að þá verður að sjálfsögðu búið að bæta Landspítalanum upp kostnaðinn vegna kórónuveirunnar en það verður einnig aukið í.“

Gunnar Bragi segir enn fremur að Ríkisútvarpið hafi fitnað í stjórnarfaðmi Sjálfstæðisflokksins um árabil, þvert á stefnu flokksins. Skattar séu ekki lækkaðir og vandi opinbera lífeyriskerfisins síaukist. Sósíalismi ráði för í heilbrigðismálum en löggæsla sé ekki efld. Þrengt sé að einkabílnum og orkustefna Evrópusambandsins innleidd. Með öðrum orðum: Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur sem segi eitt og geri annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur