fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Gunnar Bragi hraunar yfir Sjálfstæðisflokkinn – Segir stjórnarsamstarfið við VG vera sneypuför

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 13:01

Gunnar Bragi Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og VG, í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hann flokkinn vera methafa í því að segja eitt og gera annað.

„Merkilegt verður að teljast að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vilja framlengja þessa sneypuför sína sem ríkisstjórnarsamstarfið við Vinstri græn hefur reynst þeim flokki,“ segir Gunnar, í samhengi við þá ákvörðun ríkisstjórnar að efna til kosninga haustið 2021 en ekki um vorið.

Gunnar segir merkilegt hvað lítið beri á milli VG og Sjálfstæðisflokksins og gerir því skóna að stefna Sjálfstæðisflokksins um gildi einstaklingsfrelsisins og viðskiptafrelsis sé orðin tóm. Gunnar skrifar:

„Munurinn á Sjálfstæðisflokknum og vinstri flokkunum er ekki merkilegur og oft erfitt að átta sig á fyrir hvaða stjórnmálaflokk ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru að tala enda virðist mér sem samfélagsleg sýn þessa ágæta fólks í ríkisstjórninni fari saman. Menn reyna svo sem aðsprikla og tala með gamla laginu þótt fáir taki mark á því líkt og fram kom í viðtali við varaformann fjárlaganefndar í Morgunblaðinu í gær. Magnað að lesa það að nú skuli sko tekið til á Landspítalanum og hann fái ekki aukið fjármagt og þurfi að forgangsraða! Man einhver eftir því að hafa heyrt þetta áður? Munum saman að þegar fjárlög ársins 2021 verða samþykkt að þá verður að sjálfsögðu búið að bæta Landspítalanum upp kostnaðinn vegna kórónuveirunnar en það verður einnig aukið í.“

Gunnar Bragi segir enn fremur að Ríkisútvarpið hafi fitnað í stjórnarfaðmi Sjálfstæðisflokksins um árabil, þvert á stefnu flokksins. Skattar séu ekki lækkaðir og vandi opinbera lífeyriskerfisins síaukist. Sósíalismi ráði för í heilbrigðismálum en löggæsla sé ekki efld. Þrengt sé að einkabílnum og orkustefna Evrópusambandsins innleidd. Með öðrum orðum: Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur sem segi eitt og geri annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni