fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Helga vill að stjórnvöld standi sér­stak­lega með lista­fólk­i í COVID faraldrinum -„Okk­ar mik­il­væg­asta fólk“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 31. júlí 2020 10:05

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli sínum sem birtist í Morgunblaðinu að nú verði fólk að standa með listafólki.

„Veir­an er far­in aft­ur á stjá. Smituðum hef­ur fjölgað mikið og við verðum að fara aft­ur til baka, fækka skemmt­un­um og koma færri sam­an. En þess­ar tak­mark­an­ir hafa mis­mik­il áhrif á okk­ar dag­lega líf,“ segir Helga og bendir á að einn hóp­ur hef­ur mánuðum sam­an orðið fyr­ir gríðarlegu tapi.

„Það eru tón­list­ar­menn og þeir sem starfa í af­leidd­um störf­um tengd­um tón­list­ar- og skemmt­anaiðnaði. Stjórn­völd hafa lagt til marg­vís­leg­ar aðgerðir til stuðnings fyr­ir­tækj­um í land­inu og fólki sem hef­ur misst viður­væri sitt. Hluta­bóta­leið, lok­un­ar­styrk­ir og stuðningslán, styrk­ur til fyr­ir­tækja vegna upp­sagna og fleira.“

„Þá hvet ég stjórn­völd til að standa sér­stak­lega með lista­fólk­inu okk­ar“

Helga segir að sjálfstætt starfandi listamenn hafi margsinnis bent á það hversu illa þessar leiðir nýtist þeim. „En því miður hafa stjórn­völd ekki brugðist við. Rannsókn­ir þeirra hafa leitt í ljós að áhrif Covid-19 á þenn­an hóp hafa verið gríðarleg. Lista­fólkið okk­ar get­ur illa nýtt sér úrræði vegna Covid-19 meðal annars því tekju­öfl­un þess er óreglu­leg og á sí­breyti­legu formi. Lok­un­ar­styrk­ir fást ekki né held­ur hluta­bæt­ur enda eng­ar tekj­ur til staðar,“ segir hún.

„Nú þegar versl­un­ar­manna­helg­in átti að bæta hag ein­hverra fór veir­an af stað og okk­ur var öll­um gert að stíga nokk­ur skref til baka. Eng­ar bæj­ar­hátíðir, tón­leik­ar eða fjölda­sam­kom­ur. Já, nú verðum við að standa sam­an en þá hvet ég stjórn­völd til að standa sér­stak­lega með lista­fólk­inu okk­ar.“

Þá segir Helga að þetta sé ekki bara eitt og eitt gigg, þetta séu allir tónleikarnir, allar tón­leika­ferðirn­ar og all­ar tón­list­ar­hátíðirn­ar sem bókaðar voru fyr­ir síðastliðna og kom­andi mánuði. „Okk­ar þekkt­asta tón­listar­fólk sem hef­ur lifað al­farið á tón­list­inni verður fyr­ir áfram­hald­andi tekju­falli. Hafa verður í huga að margt tón­listar­fólk hafði mánuðum sam­an und­ir­búið tón­leika­ferðir er­lend­is, greitt fyr­ir leigu á hljóðfær­um og græj­um og ann­an kostnað sem ekki fæst end­ur­greidd­ur. Búið var að leggja út fyr­ir kostnaði vegna tón­leika­ferða sem ekki voru farn­ar.“

„Það eru dæmi um slík­an stuðning víða í lönd­un­um í kring­um okk­ur“

Helga segir að stjórnvöld verði nú að horfa til allra þessa starfa sem glötuðust og þess fé sem glataðist vegna þeirra. Þá þurfi að skoða hvernig sé hægt að koma til móts við þetta vandamál. „Hvort við get­um nú staðið sam­an með okk­ar góða lista­fólki og lista­tengda starfs­fólki sem ekki á þess kost að sækja í sjóði, sem ekki get­ur bókað gigg en verður nú að fá verk­efni og þau greidd,“ segir hún.

„Það þarf að leggja til aukna fjár­muni til ný­sköp­un­ar í list­um, til upp­bygg­ing­ar sprota­fyr­ir­tækja í list­um og til stuðnings þeim sem lagt höfðu út í mik­inn kostnað vegna list­ar sinn­ar sem ekki komst á svið. Það eru dæmi um slík­an stuðning víða í lönd­un­um í kring­um okk­ur og ég skora á stjórn­völd að kalla nú sér­stak­lega þenn­an hóp að borðinu og skapa sam­an leiðir til stuðnings okk­ar mik­il­væg­asta fólki sem borið hef­ur hróður okk­ar út um all­an heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni