fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Sigríður talar gegn hertari aðgerðum út af COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 18:30

Sigríður Á. Andersen,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, mælir gegn því að gripið verði til hertari aðgerða á ný til að hefta kórónuveirufaraldurinn. Hún bendir á, í pistli sem hún birti í gær, að markmiðið hefði verið að „fletja út kúrfuna“ en ekki koma í veg fyrir að smit komi upp á ný. Hún varar við hræðsluáróðri og segir að einangrunarhyggja beri feigðina í sér. Hver og einn ætti að leggja mat á sinn lífsstíl í faraldrinum:

„Covid 19: Ég vona að það sé ekki ástæða til að óttast að menn hafi misst sjónar á markmiði sóttvarnaaðgerðanna vegna C19. Eins og var margítrekað frá fyrsta degi var markmiðið að ,,fletja kúrfuna“ til þess að gefa heilbrigðiskerfinu færi á að ráða við smit. Það tókst ljómandi vel. Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi.

Samkvæmt helstu sérfræðingum í þessum efnum er það þó allsendis óraunhæft markmið. Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka“ í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.

Miklu frekar með upplýsingum um nýjustu vendingar í rannsóknum og meðferðum vegna C19. Þessu þarf að miðla með jákvæðum og uppbyggilegum hætti svo menn, ekki síst viðkvæmir hópar, geti sjálfir lagt mat á eigin lífstíl næstu misserin. Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum.“

Skiptar skoðanir eru um færslur þingmannsins en umræðurnar má lesa með því að smella á tengilinn fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði