fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Sólveig sakar Björn um andlegt ofbeldi – „Ég ákvað að verða samt alltaf leið þegar það gerist“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er harðorð í garð Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í færslu sem hún birti á Facebook. Hún segir að fullyrðingar Björns í sinn garð séu til þess að lítillækka sig sem konu.

Síðastliðin föstudag sagði Björn að Sólveig væri strengjabrúða tveggja karlmanna, þeirra Viðars Þorsteinssonar og Gunnars Smára Egilssonar. Fullyrðingar hans birtust á bjorn.is, en þar ræddi hann um Drífu Snædal, í kjölfar viðtals hennar við DV.

„Hún [Drífa] vill knýja fram öfgafull markmið í anda Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sósíalistans í formennsku Eflingar-stéttarfélags, strengjabrúðu Viðars Þorsteinssonar og Gunnars Smára Egilssonar, höfuðsmiða Sósíalistaflokks Íslands. Þar er skuggastjórn ASÍ.“

Sólveig tók ekki vel í fullyrðingar Björns og benti á að hann hefur sagt svipaða hluti um sig áður. Hún fór yfir starfsferil sinn og aðra reynslu, og hvernig hún hafi alltaf reynt að vera eins upplýst og mögulegt er. Færsla Sólveigar hefur hlotið meira en 600 læk, auk þess sem henni hefur verið deilt næstum því hundrað sinnum.

„Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kallar mig á vefsíðu sinni enn á ný „strengjabrúðu“ tveggja karlmanna. Áður hefur hann að ég sé „gerð út“ af þessum sömu mönnum.

Ég hugsaði aðeins um þetta áður en ég sofnaði í gærkvöld. Ég er 45 ára gömul kona. 19 ára gömul var ég farin að vinna fyrir sjálfri mér. 25 ára átti ég 2 börn. Ég bjó í 8 ár í öðru landi þar sem ég sinnti börnunum mínum, vann sem láglaunakona í kjörbúð og tók þátt í sjálfboðastarfi í skóla þeim er börnin mín gengu í og einnig í kirkjunni sem ég sótti. Þegar ég flutti heim árið 2008 fór ég því sem næst samstundis að vinna á leikskólanum Nóaborg í fullri vinnu og vann þar í áratug; sem almenn starfskona, stuðningsfulltrúi nokkurra barna, og að lokum í skamma stund (áður en ég slasaðist illa og varð svo eiginlega strax að loknu veikindaleyfi formaður Eflingar) deildarstjóri á einni deildinni. Frá árinu 2015 þangað til ég tók við sem formaður Eflingar var ég líka í aukavinnu, starfaði í verslun í Kringlunni um helgar, á fimmtudögum, á sumrin og í jólafríinu. Ég tók einnig þátt í ýmsum aktivisma; með Samtökum hernaðarandstæðinga, No Borders, stofnaði Íslandsdeild Attac með félögum mínum og var í mörg ár í skipulagningarnefnd Róttæka sumarháskólans. Mér var á þessum árum boðið að halda ræður og erindi á ýmsum viðburðum, sem ég gerði alltaf ef ég gat og hafði til þess tíma.“

Sólveig segir að orð Björns séu í raun og veru andlegt ofbeldi notuð til að lítillækka og kúga. Hún segir að konur geti einungis verið strengjabrúður karla í augum Björns.

„Ég hugsaði um lifaða ævi konu. Um það sem ég hef reynt og gert, sagt og hugsað. Um að ég hef ávallt, frá því að ég var lítil stelpa, verið eins einbeitt og ég get í því að hugsa um skoðanir mínar, af hverju ég hef þær, hvers vegna ég geri það sem ég geri. Að ég er vissulega óskólagengin, „bara“ með grunnskólapróf, en hef samt alltaf verið mjög ströng við sjálfa mig um að lesa og fræðast um það sem gerist í veröldinni og það sem hefur gerst. Vegna þess að það hefur skipt mig mjög miklu máli að vita með sjálfri mér að skoðanir mínar séu mínar eigin, byggðar á upplýstri afstöðu og lifaðri reynslu.

Ég hugsaðu um hvað það er undarlegt að þrátt fyrir mínu lifuðu ævi skuli ég samt í augum sumra manna ekki vera neitt nema strengjabrúða, gerð út af karlmönnum. Og ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að það er partur af mér sem verður dapur þegar þessi orð eru notuð. Einhver konu-partur sem hugsar um konur sem hafa lifað, gert, sagt, hugsað en samt aldrei fengið að verða neitt annað en „strengjabrúður“ í hugum valdamikilla manna. Þessi konu-partur veit og viðurkennir að svona orðfæri er andlegt ofbeldi. Notað til að kúga og þagga. Notað til að særa og lítillækka.“

Að lokum segir Sólveig að sér sárni við það að vera kölluð strengjabrúða, en hún ætli ekki að bæla tilfinningar sínar, þar sem að þær hafi svo oft verið notaðar gegn konum. Þá segist hún ætla að halda að berjast fyrir því að „kven-hatandi“ menn missi völdin sín.

„Mér sárnar að vera kölluð strengjabrúða. Ég upplifi vanmátt þegar það gerist. Mér finnst leiðinlegt að mamma mín sjái og heyri svona tal. Mér finnst leiðinlegt að dóttir mín sjái það og heyri. Og mér finnst það leiðinlegt mín sjálfrar vegna; leiðinlegt vegna þeirrar stelpu sem ég var, ungu konu og nú fullorðnu konu.

Ég veit að ég er ekki strengjabrúða eins né neins og ég veit að það er fráleitt að halda því fram. Ég veit líka að því verður aldrei hætt. En ég ákvað í gærkvöldi að verða samt alltaf leið þegar það gerist. Ég ætla ekki að pína konu-partinn til að verða kaldan og harðan gagnvart ógeðinu, heldur halda í tilfinninguna og leyfa henni að lifa. Tilfinningar kvenna hafa verið notaðar gegn þeim og það hefur verið „verkefni“ kvenna að „láta“ ekki særa sig. Ég tel að það sé partur af þeirri kven-fyrirlitningu sem enn grasserar. Partur af uppreisn okkar gegn feðraveldinu er að leyfa ekki að tilfinningar okkar séu notaðar gegn okkur. Við rísum upp gegn þeirri misnotkun með því að viðurkenna tilfinningar okkar fyrir okkur sjálfum, og láta aðra sjá þær og heyra.

Kven-fjandsemin er víða og baráttan gegn henni þessvegna háð útum allt, líka inn í okkar eigin heilum og hjörtum. Ég hef oft fyrirlitið sjálfa mig fyrir að vera „of viðkvæm“. En ég er hætt því. Það eru kvenréttindi mín að verða leið. Ég ætla ekki að breytast. Það sem ég ætla að gera er að berjast fyrir því að kven-hatandi mennirnir með ljótu orðin og hugsanirnar missi völdin sín. Það er barátta sem er þess virði að taka þátt í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið